Það má öllum vera ljóst að aðalseðlabankastjóri bankans hefur neitað að víkja sæti og hæstvirtur forsætisráðherra telur sig ekkert geta gert fyrr en ný lög verði samþykkt.
Já það er dapurt að vera hundeltur hvert sem maður fer og vera nánast fangi í eigin húsi ásamt fjölskyldu og stimplaður óhæfur embættismaður í erlendum peningamálablöðum en samt skal haldið áfram og skammarbréf sent til forsætisráðherra sem í sjálfu sér hefði verið ígildi áminningar.
. . . Sæll Ögmundur.. Ég fagna því að þú skulir bera þá virðingu fyrir Alþingi og ákvörðun kjörinna fulltrúa að draga kostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna niður um 6.7 milljarða.
Til hamingju með nýju ríkisstjórnina. Nú er að sjá hvernig ykkur gengur og bíð ég eftir að þak verði sett á vexti verðtryggðra lána, vísitala lána t.d.
Ég óska þér Ögmundur og nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi. Nú er búið að skipta út fólki á ýmsum stöðum í þjóðfélaginu og er ekkert nema gott um það að segja.