Fara í efni

LÁTIÐ VERKIN TALA

Til hamingju með nýju ríkisstjórnina. Nú er að sjá hvernig ykkur gengur og bíð ég eftir að þak verði sett á vexti verðtryggðra lána, vísitala lána t.d. færð aftur um einhverja mánuði og stöðvuð tímabundið. Allt mál sem þið hafið talað um og nú ætti að vera auðvelt að koma í framkvæmd. Að færa hluta af verðbótum á höfuðstólinn og borga seinna er eins og að míga í skóinn sinn og gagnast engum. Það verða að koma raunhæfar lausnir fyrir stórskuldug heimilin og furðulegt að lánveitandinn skuli ekki þurfa að taka einhverja áhættu. Ef ekkert er raunhæft gert fyrir stórskuldug heimilin hefur þessi ríkisstjórn ekkert að gera við völd og ætti að segja af sér. Vonandi ekki, bind miklar vonir við ykkur og gangi ykkur vel.
Ásgeir Pétur Guðmundsson