Ekki fer fram hjá neinum að þeim fer fjölgandi á evrópskum þjóðþingum, í heimi fjölmiðlunar og þar af leiðandi á meðal hins almenna borgara, sem hafa skilning á stöðu Íslands og því ofríki sem Bretar og Hollendingar hafa beitt okkur.
Sæll. Ég hef stundum sagt frá því að þegar ég lá við gráturnar í Hrepphólakirkju og horfði í austur þegar ég var fermdur þá hafi ég séð ljósið,síðan þá hef ég talið mig vera vinstri mann.
„Það les enginn slíkan texta svo vel sé nema sálin sé með í leiknum", sagði Gunnar Stefánsson, útvarpsmaðurinn góðkunni í inngangsorðum sínum að Passíusálmalestri Andrésar Björnssonar í kvöld.
Fréttahaukurinn Sigurjón M. Egilsson á lof skilið fyrir þátt sinn Sprengisand á sunnudagsmorgnum á Bylgjunni. Sunnudagarnir eru orðnir mest spennandi fréttadagarnir með Sprengisandinn á Bylgjunni annars vegar og Silfur Egils á RÚV hins vegar.
Blessaður Ögmundur.. Pétur heldur áfram að ausa yfir þig óhreinindum hér í lesendahorninu, nú síðast undir fyrirsögninni „Alvöruumskipti." Verst þykir mér að þarna er flokksbróðir á ferð og segir það sitt um ástandið innan VG.
Þó að ég sé hlutlaus gagnvart seðlabankastjóra, finnst mér ekkert að því að hann bendi á samhengi hlutana, án þess að það verði talið að hann blandi sér í pólitik.
Algjörlega ósammála þér um ferðina til Haag og framgöngu forsetans. Að ein ríkasta þjóð heims fari enn einu sinni að betla meiri afslátt á skuldum sínum er ekki stórmannlegt.