Egill Helgason mætti með Silfur sitt á RÚV á sunnudag og færði okkur sjónarmið málsmetandi einstaklinga erlendis sem nú stíga fram hver á fætur öðrum og bera brigður á greiðsluskyldu Íslendinga í Icesave.
Ákvörðun forseta Íslands að beita málskotsrétti, þ.e. neita að undirrita lagafrumvarp og skjóta því til þjóðarinnar til ákvörðunar hefur vakið hörð viðbrögð og sannast sagna annars konar en ég hafði búist við.
Sæll Ögmundur.. Ég sagði í bréfi til þín á dögunum, að ég væri stolt af forseta Íslands og ég sagðist líka vera stolt af "þeim merku mönnum sem bjuggu til dynamiska stjórnarskrá fyrir okkur í öndverðu, skarpskyggnir lýðræðissinnar." Síðan þetta var skrifað hefur stolt mitt vaxið, geng ég nú með þanið brjóst, svo ánægð er ég.
Til hamingju Ögmundur. Þinn tími er kominn og ég vona að þú takir við flokknum. Þú verður fljótur að vinna okkur upp úr ruslflokknum og vinna bug á samsærisþjóðunum.
Ég hlustaði á þáttinn Í Vikulokin í RÚV. Umræðurnar voru ágætar um margt. Mér fannst málflutningur Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sannfærandi þegar hún færði rök fyrir því að nú væru forsendur til að færa Icesave inn í nýjan farveg í ljósi þess að málstaður Íslands nyti nú betri skilnings en áður á erlendri grundu.
Ég var ósammála forsetanum í dag og ég held að mikið af því fólki sem hann vitnaði í og þú hefur einnig gert Ögmundur hafi skrifað undir mótmælin vegna þess að það taldi að við gætum komist undan því að borga þessa skuld, en nú keppast hinir nýju viðhlæjendur forsetans við að fullvissa þjóðinna um það að við munum að sjálfsögðu borga þetta bara eftir okkar höfði.