
ÞÖRF Á NÝRRI VÍGLÍNU
20.02.2010
Í framhaldi af pistli þínum, "Aftur" langar mig að spyrja: Hvað ætlar þú að gera, Ögmundur? VG gerir ekkert - þú ert í VG, þú styður þá ríkisstjórn sem gerir ekkert til varnar heimilunum en býr í haginn fyrir bankakerfi og aðrar fjármálstofnanir svo þær geti búið í haginn fyrir fjármagnseigendur.