Birtist í Morgunblaðinu 22.12.10. Í fyrirsögn Morgunblaðsins í gær segir að ég hafi fyrst frétt af hjásetu þriggja þingmanna VG við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið.
það er fyndið að sjá og heyra að Bretar og Norðmenn ætli sér að banna Íslendingum að veiða makríl í þeirra lögsögu, sérstaklega í ljósi þess að fyrrnefnda þjóðin stundaði hér rányrkju í marga áratugi upp í landsteinum (að vísu með leyfi Dana á meðan þeir réðu hér) Norðmenn aftur á móti voru búnir að eyða öllum hval kringum landið um 1911.
Þrír þingmenn VG sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga í síðustu viku. Það hefur orðið stjórnmálamönnum og fjölmiðlafólki umræðuefni og sumum hneykslunarefni.
Quis custodiet ipsos custodes ? ( Hver gætir varðanna) er latneskt orðtak spunnið af vangaveltum Sókratesar, sem Platon staldraði við í ritinu Ríkið (Poleitia).
"Slík leikflétta myndi því litlu breyta og vandséð að hún gæti gefið fólkinu í landinu nýja von." Þannig endar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi afsettur formaður Sjálfstæðisflokksins, maðurinn sem hóf einkavæðingaferli Sjálfstæðisflokksins með sölu, sumir sögðu gjöf, Síldarverksmiðjanna til þóknanlegra og afkomenda þeirra, maðurinn sem festi í sesssi framsalið í kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar.
Reynslan af því að hafna Icesave er góð. Gengið hækkaði, vextir lækkuðu, skuldatryggingaálag lækkaði, álversframkvæmdir töfðust, sjálfstraust þjóðarinnar jókst.