Fara í efni
AD HOMINEM

AD HOMINEM

Á latínu er til hugtak sem margir eflaust þekkja, ad hominem eða argumentum ad hominem.  Þetta er notað þegar rökræða beinist að persónu þess sem heldur fram málstað fremur en málstaðnum sjálfum.

NORRÆN VELFERÐ

Sæll Ögmundur.. Nú reisa þeir einkasjúkrahús, kjánarnir. Og heilbrigðisráðherrann fagnar, og formaður heilbrigðisnefndar Alþingis brosir vandræðalega og óttast að laun heilbrigðisstarfsmanna kynnu að hækka.

ÍBÚAR Í GÍSLINGU

Látum eitt yfir alla ganga. Enginn greiðir veggjald sem fer um fjallgöng á Íslandi. Einu veggjöldin eru við Hvalfjarðargöng rétt utan Reykjavíkur.

VERKTAKA FYRIR VINSTRI MENN

Sæll Ögmundur.. Stundum ertu að gagnrýna DV, en mér finnst DV oft eiga heiður skilinn fyrir að gera glufur í skjaldborgina um ruslahaug spillingar.

SAKNA ÓLÍNU!

Eitthvað hefur dregið úr skrifum Ólínu hér í lesendadálkinum hjá þér Ögmundur. Ég sakna skrifa hennar. Ég er löngu búinn að sjá að þetta er ekki Ólína þingkona sem ég hélt um hríð.
ER VERIÐ AÐ BIÐJA UM ÞÖGN?

ER VERIÐ AÐ BIÐJA UM ÞÖGN?

Það er ekki laust við að mér finnist gæta tímaskekkju í íslenskri fjölmiðlum þessa dagana. Mér virðist sem mörgu fjölmiðlafólki ætli að takast illa að hrista af sér hrunið og þann hugsunarhátt sem því tengdist; ganga illa að stíga inn í nýjan tíma.. Ég skal reyna að skýra hvað ég á við.

INN UM BAKDYRNAR?

Sæll vertu Ögmundur minn kæri. Undanfarnar vikur hafa heitar umræður og skrif átt sér stað um hin ýmsu málefni sem nú eru þjóðinni aðsteðjandi og eflaust þau flest af toga mikilvægis og þurfandi úrlausna.

SÉREIGNADELLA Í UPPNÁMI UM ÁRAMÓTIN 2010 / 2011

Fyrst almenn áramótakveðja um kjarna máls: Stórþrýstingur frá STÓRVEKTÖKUM m.a. innan SA hefur mótað fyrirætlanir um vegagerð óeðlilega. Ær og kýr slíkra eru fá milljarðaverkefni, sem þeir ætla sér einir að sitja að.

ÓSANNGJARNIR VEGATOLLAR

Sæll Ögmundur. Nú get ég ekki lengur orða bundist vegna samgöngumála hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef fyrir nokkru síðan gefið upp alla von um að við hér á höfuðborgarsvæðinu, sem borgum að langmestu fyrir vegakerfi landsins, fáum úrbætur á hættulegustu vegaköflum landsins, þar sem flest dauðaslys verða.

NÓG KOMIÐ AF GÍFURYRÐUM

Sæll Ögmundur - Venjan er sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins fái svona meðferð hjá Samfylkingarfjölmiðlunum og er þá sannleikurinn ekkert að þvælast þar fyrir.