
OLÍS LOKAR SPILAKÖSSUM OG Á LOF SKILIÐ!
25.06.2020
Olís hefur ákveðið að fjarlægja spilakassa af þjónustustöðvum sínum. Ég tek ofan fyrir OLÍS. Af þessu er manndómsbragur og í þessu felst virðing fyrir fólkinu sem fyllir raðir Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem kallað hefur eftir því að spilakössum og spilasölum verði lokað. Reyndar er það þjóðin öll, eða yfirgnæfandi meirihluti hennar, sem kallar eftir þessu samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Gallup. Alma Hafsteinsdóttir , formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn skrifar ...