Fara í efni

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ... Jónas
PRÓFSTEINAR Á SAMSTÖÐU

PRÓFSTEINAR Á SAMSTÖÐU

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09/10.05.20. Þegar saman fer sótthræðsla og sérgæska verður til afl sem hefur sýnt sig að getur orðið gróðahyggju og kapítalisma yfirsterkari. Kovidverian hefur vakið upp slíka hreyfingu á heimsvísu að allt víkur fyrir henni. Hver hugsar um sig, einstaklingar og ríki. Allir loka að sér. Hér standa fáir Íslendingum á sporði. Eflaust má færa fyrir því rök að kalla þetta samstöðu. En þessi tegund samstöðu getur orðið ...  

SIÐLAUS SJÁLFTAKA OG ÚTHLUTUN KVÓTA

Þjóðin greiðir þeirra raup, þrýtur kveikinn stuttan. Sjálf sín hækka siðlaust kaup, senda fólki puttann. ... Kári        
HEFÐU BB OG SIJ NÁÐ PRÓFI Í HÚSMÆÐRASKÓLANUM?

HEFÐU BB OG SIJ NÁÐ PRÓFI Í HÚSMÆÐRASKÓLANUM?

Kvennalistinn stærði sig af því forðum daga að fylgja hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður. Sú hagfræði byggði á því sem kallað hefur verið heilbrigð skynsemi og því sem húsmæður, sem stýrðu búi sínu, höfðu lært af reynslu eða í námi.  Nú fara með fjármálin og samgöngumálin á Íslandi menn sem ég hef miklar efasemdir um að hafi til að bera hyggindi hinnar hagsýnu húsmóður og eftir að hafa hlustað á þá ráðherrana Bjarna Bendiktsson og Sigurð Inga Jóhannsson í fjölmiðlum í dag leyfi ég mér að efast um að þeir hefðu náð prófi ...

COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf.  Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón.  Our World in Data   er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...
VARNAÐARORÐ, ÓÞÆGINGATILFINNING OG HVATNING

VARNAÐARORÐ, ÓÞÆGINGATILFINNING OG HVATNING

Í samtali við blaðamann Eyjunnar hvatti ég stjórnvöld til að freistast ekki inn á braut einkavæðingar en þar væri sérstök ástæða til að óttast Sjálfstæðisflokkinn.  Og talandi um þann stjórnmálaflokk þá var það sannast sagna óþægileg tilfinning sem fylgdi því að hlusta á fjármálaráðherrann í fréttum í dag óskapast yfir fólki sem heimtaði “meira en aðrir”. Þar var greinilega átt við starfsmenn Eflingar í verkfalli fyrst og fremst, lögreglumenn sem hafa verið samningslausir í langan tíma og hjúkrunarfræðinga ...
VINIR KVADDIR

VINIR KVADDIR

Páll Sigurðsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneyti, er fallinn frá en í haust lést kona hans Guðrún Jónsdóttir, læknir.   Mér þótti vænt um að hitta Pál að máli á samkundu sem efnt var til nýlega í tilefni af afmæli heilbrigðisráðuneytisins. Hann var hinn hressasti, eldklár til höfuðsins en líkaminn sennilega farinn að gefa sig. Í minningargreinum les ég að hugur hans hafi verið kominn vel á veg í humátt á eftir Guðrúnu konu sinni. Tilefni þessara skrifa er að ...

NÝTT FLUGFÉLAG ER EINA VITIÐ

...  Því liggur beinast við að nú þegar verði sá kostur skoðaður, til að tryggja öruggt flugsamband við umheiminn, að stofna til nýs flugfélags, t.d. undir nafninu Flugfélag Íslands, með þátttöku ríkisins auk annarra fjárfesta ...
KVÓTANN HEIM KL. 12 Á SUNNUDAG

KVÓTANN HEIM KL. 12 Á SUNNUDAG

Minni á  Kvótann heim   á sunnudögum klukkan 12 og eftir það aðgengilegt á youtube. https://kvotannheim.is/    
HLÝTUR ÞETTA ÞÁ EKKI AÐ VERA GAGNKVÆMT BOGI NILS OG FÉLAGAR?

HLÝTUR ÞETTA ÞÁ EKKI AÐ VERA GAGNKVÆMT BOGI NILS OG FÉLAGAR?

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagðist í sjónvarpsviðtali á miðvikudag   “aldrei sjálfur”   hafa verið   “hrifinn af miklum ríkisafskiptum.” Þessi orð lét hann falla á sama tíma og hann leitar aðstoðar ríkisins til að tryggja félaginu framhaldslíf. Daginn eftir mætti svo samgönguráðherrann í sama sjónvarpssett og sagði þennan forstjóra hafa viðskiptaáætlun sem væri mjög sannfærandi. Að flugfélag skuli við núverandi aðstæður vera talið búa yfir viðskiptaáætlun sem sé mjög sannfærandi er út af fyrir sig ekki mjög traustvekjandi, hvorki af hálfu   ...