Um daginn bað ég ákveðinn þingmann um að stela fyrir mig Kjarvalsmálverki úr þinghúsinu. Slíkt gæti ég fénýtt strax, eða notað til heimilsskrauts hjá mér.
Heill og sæll Ögmundur.. Ég varð all undrandi þegar ég heyrði, sá og las í fréttum að forsætisráðherra og fjármálaráðherra væru að snupra skilanefnd gamla Glitnis fyrir að stefna pörupiltum fyrir rétt vegna horfinna milljarða úr sjóðum bankans.
Í vikunni komu fréttir um það að hagnaður Landsbankans hefði verðum rúmir 14 milljarðar á síðasta ári. Hrollur fór um mig þegar ég las þetta því tölurnar minna svo svakalega mikið á tölur bankanna frá því að "bankaveislan" mikla stóð sem hæst.
Hálfsannleikurinn, konungurinn í ríki lyginnar hefur nú gert víðreist innan ríkisstjórnarinnar. Við lesum úr ræðum ráðamanna hugmyndafræði sem er svo illa framsett að maður veltir fyrir sér hvort metnaður viðkomandi til friðar og sannleiks sé endanlega fyrir borð borinn.
Heill og sæll Ögmundur.. Á dögunum var ársfundur Landsvirkjunar. Ósköp gengur hægt að gera ársreikninga Landsvirkjunar aðgengilega fyrir venjulegt fólk.
Birtist í Fréttablaðinu 07.04.10.. Hluti af stofnanaveldinu íslenska - sá hinn sami og vildi ljúka Icesave samningunum sem fyrst í sumar - leggur sig nú í líma við að sýna fram á að frestun samninganna hafi valdið okkur ómældu tjóni.