Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar, er kröftug manneskja sem áorkað hefur ýmsu um dagana. Hún er frumkvöðull sem ekki hefur alltaf farið troðnar slóðir.
Fyrir fáeinum dögum mátti heyra auglýsingar frá Viðskiptablaðinu þar sem spurt var hvort ætla mætti að bankarnir verði fluttir úr landi! Hlustendum var bent á að lesa viðtal við mig í helgarútgáfu blaðsins ef þeir vildu ganga úr skugga um ásetning minn í þessu efni færi svo að ég settist á ráðherrastól að afloknum kosningum í vor.
Með niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni í Hafnarfirði hafa orðið þáttaskil í langvarandi deilum um virkjanastefnu/ stóriðjustefnu/atvinnustefnu/efnahagsstefnu á Íslandi.
Ég er stuðningsmaður VG í Hafnarfirði. Ég kaus með stækkun en er samt ekki óánægður með niðurstöðuna. Þótt ég væri ósammála mínum samherjum í VG í Hafnarfirði í þessu máli þá var ég samt ánægður með að þeir tækju afstöðu í málinu gagnstætt því sem Samfylkingin gerði.
Tíðindi kosningarinnar í Hafnarfirði eru stórkostleg. Þrátt fyrir hamslausa og purrkunarlausa kosningabaráttu Alcan hafna Hafnfirðingar stóriðjustefnunni.
Á sama tíma og Hafnfirðingar greiddu atkvæði um hvort heimila eigi stækkun álversins í Straumsvík flugu þau Valgerður Sverrisdóttir (Framsóknarflokki) og Geir H.
Ögmundur: Er til eitt einasta dæmi í heiminum um að auðhringur utan viðkomandi ríkis hafi tekið jafnvirkan þátt í kosningabaráttu um sjálfan sig og Alcan gerir nú? Veistu um nokkurt svona dæmi? Geturðu látið kanna þetta á vegum einhverra alþjóðlegra stofnanana? Væri það ekki bannað í einhverjum alþjóðlegum siðareglum fyrirtækja að aðhringur tæki þátt í atkvæðagreiðslu um sjálfan sig til dæmis í þróunarlöndunum? Þætti þetta ekki örugglega algerlega siðlaust? Hvernig stendur á því að ríkisstjórn Íslands stígur ekki fram og stoppar þennan yfirgang auðhringsins til dæmis með einu símtali? Í staðinn fer ríkisstjórnin í veislu austur á Reyðarfirði ekki af neinu öðru tilefni en því að með þvi móti telja ráðherrarnir sig vera að hjálpa systurhringnum í Hafnarfirði.
Í dag ganga Hafnfirðingar að kjörborðinu og greiða atkvæði um kröfu álrisans Alcans að fá land í Hafnarfirði til að geta næstum þrefaldað umfang núverandi verksmiðju.