 
			MÆLIKVARÐINN VERÐI ALLTAF ÞJÓÐARHEILL !
			
					13.11.2006			
			
	
		Kæri Ögmundur! Ég er fullkomlega sammála afstöðu þinni sem kemur fram í pistlunum “HVERN ER VERIÐ AÐ HAFA AÐ FÍFLI? “ og “BANKARNIR RÍFI SIG EKKI FRÁ SAMFÉLAGINU “ á vefsíðunni þinni! Mér finnst þó að það hefði mátt benda á að enda þótt  “hlutafélagsformið”, geti verið ágætt þar sem það á við og er heiðarlega rekið, hafi mönnum engu að síður tekist að spilla því og misnota eins og önnur efnahags- og þjóðfélagsúrræði.
	 
						 
			