Fara í efni

Greinasafn

2006

FJÁRMUNUM VERÐI RÁÐSTAFAÐ MEÐ SKYNSAMLEGUM HÆTTI

Ég var spurður um daginn hvað ég kysi. Án þess að vita nákvæmlega hvaða kosningar eða kosti væri átt við svaraði ég hátt og skýrt “vinstri”.

RÉTT ER EKKI ALLTAF RÉTT...

Einhverstaðar hef ég ritað að það sé svo auðvelt að misskilja. En það er vegna þess að yfirleitt er einungis til ein rétt leið til að skilja en endalaus fjöldi leiða til að misskilja.Það er svo einfalt að snúa útúr orðum manna og svo auðvelt að koma í samninga setningum sem skilja má þeim í vil sem á því þarf að halda að réttu máli sé hallað.Þegar viðtöl eru tekin við stjórnmálamann og síðan gerð samsuða úr því sem stjórnmálamaðurinn vill láta eftir sér hafa, þá getur sá er viðtalið tekur ráðið því hver verður niðurstaða samtalsins.

HJÓLREIÐABRAUTIR Í VEGALÖG ?

Þessu er beint til þín, Ögmundur, sem þátttakanda í forvali Vg 2.des næstkomandi: Kæri frambjóðandi. Munt þú koma til með að beita þér fyrir því að hjólreiðabrautir komist í vegalög, svo hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur í þéttbýli? Kær kveðja,Heimir ViðarssonSæll.

HVER KEMUR TIL MEÐ AÐ ANNAST HANNES HÓLMSTEIN?

Birtist í Fréttablaðinu 30.12.06.Hannes Hólmsteinn Gissurarson spyr í Fréttablaðsgrein 10. nóvember síðastliðinn hvort Rousseau sé kominn í stað Marx í stjórnmál samtímans, rómantíkerinn í stað efnishyggjumannsins.
UM HALLAREKSTUR Á SJÚKRAHÚSUM

UM HALLAREKSTUR Á SJÚKRAHÚSUM

Birtist í Morgunblaðinu 30.12.06.Það er áhyggjuefni að sjúkrahús landsins skuli rekin með halla. Hvers vegna skyldi það vera áhyggjuefni? Þetta er verðug spurning í ljósi þess hve ágengur hallarekstur sjúkrahúsa er orðinn í þjóðfélagsumræðunni.

FORDÓMAR OG AÐRIR DÓMAR

Að undanförnu hefur umræða um fordóma verið fyrirferðarmikil í íslenzku samfélagi.  Ekki er alveg ósennilegt að fyrirferðin tengist því þungunarástandi sem jafnan skapast þegar þingkosningar eru í nánd.  Stjórnmálaflokkarnir vilja fá að vita hvaða fylgi þeir „eiga" tryggt svo markviss sókn megi hefjast í fylgi annarra flokka.  Engan afla virðist lengur að hafa á grunnslóð og því er nú sótt á djúpið.Jæja, og hvað er konan að fara?  Enginn kannast við að hafa fordóma af því það er svo ljótt.  Fólk vill hafa opna umræðu, horfast í augu við staðreyndir eða er bara raunsætt.  Orðræðan undanfarnar vikur hefur einkum snúizt um fjölgun útlendinga á Íslandi.   Sumir eru reyndar svo hræddir við að verða ásakaðir um fordóma að þeir geta ekki einu sinni sagt útlendingar, heldur tala um fólk af erlendu bergi brotið, með mismunandi beygingarárangri á þessu þjála orðasambandi.  Skrauthvörfin eru margvísleg.Það er ekki nokkur maður sem gengst við því að hann vilji hafa Ísland fyrir Íslendinga - einvörðungu -.  Nei, en áhyggjur af því að við getum ekki tekið nógu vel á móti útlendingum, sem hingað koma til starfa, flæða úr gæðabrjóstunum.  Þetta minnir á stórkostlegar áhyggjur ýmissa þegar fjölgaði börnum frá Asíu sem ættleidd voru af íslenzkum foreldrum.  Það var nefnilega svo hætt við því að þeim yrði strítt og þau gætu ekki samlagazt innfæddum.  Froðusnakkið er óendanlegt.Auðvitað þurfum við að standa miklu betur að móttöku og dvalarkjörum útlendinga sem hingað koma til náms og starfs.  Fyrst og fremst þarf verkalýðshreyfingin að standa sig gagnvart því sem lýtur að vinnumarkaði; að ekki verði um fjárhagslegt eða félagslegt undirboð að ræða.  Formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja benti réttilega á það við setningu 41.
RÚRÍ OPNAR AUGU

RÚRÍ OPNAR AUGU

Ennþá situr í mér gjörningur Rúríar frá í sumar. Ekki bara vegna þess að hann byggði á hugmynd sem var afburðasnjöll – brilljant.
SAMSTÖÐUFUNDUR VEGNA PALESTÍNU – SAMTÖK LAUNAFÓLKS HVETJA TIL SAMSTÖÐU

SAMSTÖÐUFUNDUR VEGNA PALESTÍNU – SAMTÖK LAUNAFÓLKS HVETJA TIL SAMSTÖÐU

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi fyrir sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar efnir félagið Ísland Palestína til samstöðufundar á Hótel Borg í kvöld, miðvikudag kl.

OFSÓKNARÆÐI GEGN BORGARALEGUM RÉTTINDUM

Sæll Ögmundur.Upplýsingarnar um að heima - og vinnusímar Hannibals Valdimarssonar hafi verið hleraðir eru enn eitt áfallið fyrir íslensk stjórnvöld.

AÐ SEGJA JÁ AF GÖMLUM VANA

Það hefur verið dálítið sérstakt að fylgjast með viðbrögðum héðan og þaðan við þeirri tilraun sem formaður Framsóknarflokksins gerði nýlega til að losa sig við einn versta erfðagripinn í búinu sem Halldór Ásgrímsson lét honum eftir í sumar.