Fara í efni

Greinasafn

Desember 2004

Hvað segja forsvarsmenn Sjáfstæðisflokksins í skatta- og heilbrigðismálum um þetta?

Fyrir réttri viku birtist merkilegt viðtal í Morgunblaðinu við dr. J. Lariviére, aðallyfjaráðgjafa hjá alþjóðadeild kanadíska heilbrigðisráðuneytisins en hér á landi sat hann fund Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Lítilmagni leitar ásjár í útlöndum

Samtök banka og fjármálafyrirtækja gera það ekki endasleppt í aðför sinni að Íbúðalánasjóði. Allra leiða er nú leitað til að koma sjóðnum fyrir kattarnef.
Er verið að venja börnin við?

Er verið að venja börnin við?

Stjórnarformaður Íslandsspila, sem rekur spilakassa fyrir hönd Rauða kross Íslands, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ, skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag undir fyrirsögninni: “Löglegur og ábyrgur rekstur spilakassa”.

DRÖG AÐ BYLTINGU

Eftirfarandi ljóð er að finna á samnefndri geislaplötu sem Kristján Hreinsson, skáld, er að senda frá sér um þessar mundir:Af þjófunum birtast svo magnaðar myndir,við meinum þeir finna ráðmeð brosandi andlit við olíulindirþeir árangri hafa náð.Menn verðlauna íslenska umhverfissóðasem arðræna þjóðarsálog nota hér allan sinn olíugróðaí íhaldsins leyndarmál. Er furða þótt siðleysið valdhafinn verndiog veiti hér daglega fórnþeim herrum sem tryggja að hagnaður lendihjá helmingaskiptastjórn?Að varðveita hræsni þeim herrum mun sæmasem hafa hér völdin ennþví ríkisstjórn auðvaldsins aldrei mun dæmaþá ótíndu glæpamenn.Er olíuveldið með allan sinn hroðafær íhaldsins skjól og hlífþá ykkur ég átök og byltingu boðasem bæta mun okkar líf.Er furða þótt siðleysið valdhafinn verndiog veiti hér daglega fórnþeim herrum sem tryggja að hagnaður lendihjá helmingaskiptastjórn? 

Grýlusögur

Svo ógurlegur var Hundtyrkinn í Eyjum forðum að hann bar með sér flösku með mannsblóði blönduðu byssupúðri til að auka sér grimmd.
Nokkrar spurningar um múrinn, pyntingar, dráp og fílinn á NATÓ-fundinum

Nokkrar spurningar um múrinn, pyntingar, dráp og fílinn á NATÓ-fundinum

 - Hvað hefði verið sagt ef þessi kynþáttamúr – múr sem reistur er til að skilja að tvær þjóðir, og hafa land af annarri þeirra – hefði verið í Suður-Afríku á apartheid - tímanum? - Hvers vegna er látið viðgangast mótmælalaust að Ísrael beiti pyntingum í fangelsum? Ísrael er eina landið í heiminum þar sem pyntingar eru beinlínis heimilaðar í lögum!-  Hvers vegna lagðist fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra Íslands gegn því  að bygging kynþáttamúrsins yrði kærð til Alþjóðadómstólsins, kæra sem leiddi til sakfellingar Ísraels? - Hvers vegna fáum við ekki að heyra meira um morð og ofbeldisverk sem ísraelski herinn fremur daglega á herteknu svæðunum í Palestínu? - Hvers vegna fáum við ekki að heyra af ofbeldi og harðræði sem palestínskir forsetaframbjóðendur eru beittir af hálfu ísraelskra yfirvalda?- Hvers vegna skyldu íslenskir ráðamenn vera eins ósamkvæmir sjálfum sér og raun ber vitni í afstöðu til Íraks annars vegar og Ísraels hins vegar? Íraksstjórn undir stjórn Saddams Husseins hundsaði á annan tug ályktana Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og var árás á landið m.a.

Átta spurningar og sjö svör

Eftirfarandi spurningar  og svör lúta að væntanlegri yfirlýsingu Þjóðarhreyfingarinnar í New York Times: 1. Hver er tilgangurinn með yfirlýsingunni? Svar:.

Er samkeppni til hækkunar jákvæð?

Í leiðara Fréttablaðsins í dag er svo að skilja að blaðið fagni samkeppni í raforkumálum! Þetta hljómar undarlega því nú kemur á daginn að fyrstu kynni neytenda af samkeppninni verður hærra raforkuverð um áramótin þegar samkeppnisfyrirkomulag Valgerðar Sverrisdóttur og félaga verður að veruleika.
Hugrenningar í kjölfar DV leiðara

Hugrenningar í kjölfar DV leiðara

Jónas Kristjánnsson, fyrrum ritstjóri DV skrifar reglulega leiðara í DV. Skrif hans eru jafnan beitt  og vekjandi.

Varðstaða verkalýðsfélaga í alþjóðamálum mikilvæg

Sannast sagna þykir mér virðingarvert hve vel BSRB er vakandi í alþjóðamálum. Ég sé á heimasíðu þinni, að formaður Póstmannafélagsins, Þuríður Einarsdóttir, er nú kominn til Japans á vegum BSRB ásamt Einari Ólafssyni, einnig frá BSRB og Gylfa Arnbjörnssyni frá ASÍ.