Fara í efni

Greinasafn

Október 2003

Um ábyrgð Landsvirkjunar eða ábyrgðarleysi

Birtist í DV 22.10.2003Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar skrifar grein í DV 17. október sl. sem ber heitið Ögmundur Jónasson og Kárahnjúkar.

Kommar og jafnvel hommar

  Eftir því sem Halldór Laxness varð beittari í samfélagsgagnrýni sinni fyrir miðja síðustu öld sökk hann sem fleinn dýpra og dýpra í hold íslensku borgarastéttarinnar – bæði þess hluta sem hægt var að kalla upplýstan og svo plebbana.

Hver á Laxness?

Mikil umfjöllun hefur orðið um bréfasafn Halldórs Laxness og aðgang að því. Í bréfi eða öllu heldur grein sem birtist hér neðar á síðunni veltir Ólína vöngum yfir ýmsum hliðum þessa máls.

Setningarræða 40. þings BSRB

Við höldum þetta þing undir kjörorðinu Réttlátir skattar – undirstaða velferðar. Með þessu viljum við undirstrika tvennt: Annars vegar minna á að til þess að geta rekið öfluga og góða velferðarþjónustu er þörf á að afla ríki og sveitarfélögum skatttekna og hins vegar viljum við leggja áherslu á hve mikilvægt er að það skattkerfi sem við búum við sé réttlátt – menn séu skattlagðir eftir efnum og ástæðum.

Útvarp Reykjavík

Útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík, klukkan er sjö, nú verða sagðar fréttir. Fréttirnar les Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

Þögnin um Kárahnjúka

Sæll Ögmundur Ég las grein Þorleifs Óskarssonar um fjölmiðla. Hann minnist þar á Kárahnjúkavirkjun og litla umfjöllun og rannsókn fjölmiðlamanna á henni.

Spegill, spegill herm þú mér...

Ögmundur. Hugsaðu þér einangraðan mann umkringdan grunnsigldum jámönnum. Hugsaðu þér svo að hann, miðpúnkturinn í þröngum fimm manna hópi, standi með spegil í hendi og fari um leið með gömlu þuluna: Spegill, spegill herm þú mér, hver kommi er í húsi hér? Og svo er alveg sama hvað hann lítur snöggt í Spegilinn, hann sér alltaf sína eigin spegilmynd, en myndin er ekki hann.

Hver er þín ábyrgð?

Ég var að lesa grein þína um "Vörukynningur Samlífs." Það vakti furðu mína ekki síður en þína hve stórt hlutfall þjóðarinnar sér sig knúið til að kaupa sér sérstaka sjúkratryggingu.

Einn kommi er einum of margir

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur gagnrýnt samstarfsmenn sína – suma hverja – fyrir að sýna Bandaríkjastjórn óvild og almennt fyrir að draga taum vinstrimennsku í fréttaflutningi og við þáttagerð.

Um frjálshyggju, jafnaðarstefnu og óheillakrákur

Sæll ÖgmundurÍ pistli á heimasíðu þinni spyrð þú mig: Ef þú værir ákafur frjálshyggjumaður, myndir þú þá ekki treysta Tony Blair ágætlega fyrir þínum hugsjónum?  Svar: Ég veit ekkert hvað ég mundi gera ef ég væri ákafur frjálshyggjumaður.