
Í þjónustu ítalskra dóna
09.10.2003
Komdu sæll Ögmundur.Þeir sem nenna að setja sig inn í ráðslag forsvarsmanna og fulltrúa ítalska verkatakafyrirtækisins á austfirska hálendinu gagnvart verkamönnum komast fyrirhafnarlítið að því að þeir eru dónar uppá íslensku. Meira að segja silkihúfur Landsvirkjunar hafa áhyggjur, en þeir láta yfirleitt ekki smotterí eins og aðbúnað erlendra verkamanna koma sér úr jafnvægi.