Fara í efni

Frá lesendum

EITTHVAÐ ER ÞETTA TRUFLANDI

Ótrúleg eru viðbrögðin við grein þinni um Ísland og ESB. Greinilega er mikill vilji til að leggja allt sem þú segir út á versta veg.

GET EKKI VERIÐ Í SAMA FLOKKI OG ÞÚ!

Kæri Ögmundur, . Takk fyrir pistilinn sem ég hef beðið eftir allan daginn :) Ég hafði ákveðnar grunsemdir en eftir lesturinn get ég séð að það er nánast ómögulegt að við getum verið í sama flokki.

ER EKKI MÁL AÐ LINNI?

Sæll Ögmundur. Eftir að hafa horft upp á allan loddara-spuna ríkisstjórnar VG og Samfylkingar og valdbeitingu hennar til dýrðar AGS, sem Baldur Andrésson lýsir ágætlega í grein sinni "UM SKÚFFUR OG SKÖMM", þá leitar hún nú ákaflega á mig spurningin: Hvernig getur þú eiginlega stutt þessa ríkisstjórn ál-fursta, sæ-greifa, fjárglæpamanna, hrægamma og AGS? Þessi ríkisstjórn getur skreytt sig með hvaða orðaleppum sem er, en að mínu mati er þetta dæmigerð hægri-stjórn með ríkis-valds-vafningi! Er ekki mál að linni Ögmundur? Og að hér verði boðað til kosninga, enda hefur þessi stjórn ekki þjóðar-meirihluta, enda er hún SVIK OG SKÖMM! Þjóðin vill DEBATT og VIRKT LÝÐRÆÐI.

TENGIL VANTAR

Þú segir í pistli þínum um vatnið og atkvæðagreiðsluna hjá SÞ að auðhringurinn Bechtel hafi jafnvel viljað meina fólki að nýta sér rigningarvatn í Bólívíu og segist hafa fjallað um það hér á heimasíðu þinni.

UNDARLEGAR SPURNINGAR?

Hvernig stendur á því Ögmundur að þú spyrð svona einkennilegra spurninga á síðunni þinni - sem er væntanlega hugsuð almenningi til aflestrar.

VATNIÐ OG RÍKISSTJÓRNIN

Athyglisverð afstaða vinstri stjórnar VG og Samfylkingar hjá SÞ. Það er mjög einkennilegt að vilja ekki styðja tillögu Sameinuðu þjóðanna um að flokka réttinn til vatns sem mannréttindi.

ÓSVÍFIN HVATNING TIL ÁFENGISNEYSLU

Auglýsingar ÁTVR, eru að mínu mati ólöglegar .Tjald-auglýsing með Árna Johnsen er mannskemmandi og svívirðileg.

FORSENDUR SJÁLFSTÆÐIS

Orðljótir menn hafa nefnt þá sem aðhyllast tiltekin sjónarmið, berjast fyrir þeirri skoðun sinni og eru í Sjálfstæðisflokknum, náhirð.

ESB TIL ÓÞURFTAR

Ögmundur. Mér fannst greinin þín GUÐLAST lýsa EES vitleysunni vel. Og mest orðin: "Með EES aðildinni misstum við sjálfsforræði í ýmsum málum og það sem verra er, markaðsdómstóll ESB hefur reynst hafa úrskurðarvald í málefnum sem lúta að öllu sem snertir EES samninginn.

HLUTABRÉFIN HÆKKUÐU

Hlutabréf í Magma Energy á hlutabréfamarkaðnum í Toronto hafa hækkað í vikunni. Eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar og loforðin um að "vinda ofan af einkavæðingunni", hækkuðu bréfin skarpt eða um 2%.