Fara í efni

HEFÐI ÁTT AÐ SPYRJA ÞJÓÐINA

Atlaga ríkisstjórnar að Jóni Bjarnasyni ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar er til varandi skammar og hann er ekki að fara með neitt fleipur. Þessi ríkisstjórn lagði úr höfn með bréfið til ESB vitandi það að 70% þjóðarinnar vill ekkert með það að gera. Þó svo að Alþingi hafi samþykkt að skoða málið hefði legið beinast við að bæta inn á kosningalistann við síðustu þjóðaratkvðagreiðslu, ertu þessu samþykkur eða ekki en því miður var það ekki gert. Því miður er núverandi verkstjórn á stjórnarheimilunu algjörlega óviðunandi og ummæli formanns VG gegn Jóni Bjarnasyni hreinn dónaskapur því að hann hefur spurningargögnin frá ESB á borðinu og metur þau sem slík. Best væri að hætta þessu samstarfi úr því sem komið er og allt tal um sameiningu ráðuneyta er út í bláinn þar sem eini sparnaðurinn er ráðherrann aðstoðarmaðurinn og einkabílstjórinn. Ekki stendur til að fækka fólki í þessum ráðuneytum og verður því til 2 sett af öllum toppunum.
Þór Gunnlaugsson