Fara í efni

TAKK ATTAC

Ég sé á http://orkuaudlindir.is/ að stöðugur straumur er inn á síðuna að undirrita áskorun til varnar orkuauðlindunum. Mig langar til að þakka Attac samtökunum og aðstandendum undirskrifatsöfnunarinnar um almannaeign á orkuauðlindum fyrir framtak sitt á Menningarnótt. Það var gaman að fylgjast með listafólki "troða upp" fyrir framan gamla Hegningarhísið og fylgjast með því hve margir virtust vera að skrifa undir áskorunina. Ég fór þarna þrisvar framhjá og var alltaf líf og fjör. Mér finnst þetta vera mál málanna: Sameign á auðlindunum og að séð verði til þess að þeim verði ekki stolið frá okkur. Þess vegna er ég þakklát þeim sem eru reiðubúin að fórna tíma sínum í þágu þessa málstaðar sem við eigum öll.
Sunna Sara