Sæll Ögmundur. Ég bið þig að koma eftirfarandi á framfæri hér á síðunni gagnvart Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra: Loks er kominn fram sjávarútvegsráðherra sem þorir að framkvæma.
Sæll Ögmundur.. Fyrir ekki löngu, nánar tiltekið fyrir tíu dögum, velti ég því fyrir mér hvort félagsmálaráðherrann og Samfylkingin væri að klofna í hugsjónamenn og hagsmunamenn.
Heill og sæll Ögmundur sem og allir góðir hálsar sem lesa heimasíðuna þína Ögmundur. Í Fréttablaðinu í gær er mjög vel ritaður pistill eftir Jón Þórisson arkitekt og aðstoðarmann Evu Joly: Nú þarf að stöðva hrunið.. Í pistlinum flettir Jón ofan af þeim furðulega blekkingarleik sem vissir íhaldsmenn hafa beitt landsmenn á undanförnum árum.
Sæll Ögmundur. Ég verð að játa það að athugasemd Hafsteins um Álfheiði er mjög áleitin, vægast sagt. Hitt sem ég vildi nefna er að mín upplifun er að komið er að vissum þáttaskilum í tilvist Vinstri Grænna.
Hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að með auknu og auðveldara aðgengi að hráefni nýtilgreinds sjávarfangs, sé verið að kippa rekstrargrundvellinum undan útgerðinni.
Sæll Ögmundur.. Vinstri grænir gagnrýndu á sínum tíma að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skyldi, í ljósi stórskuldugs eiginmanns, taka þátt í umræðum bak við luktar dyr um efnahagsviðbrögð í kreppu og fyrirætlanir ríkisstjórnar.
Í nær 40 ár hef ég talað fyrir því að einu lífeyriskerfi yrði komið á fyrir alla landsmenn. Allan þennan tíma hef ég talað fyrir þunnum eyrum á vettvangi atvinnulífsins er ég hef sagt frá þeirri skoðun minni að greiðslur launamanna í lífeyrissjóði væru hreinar skattagreiðslur, enda lögbundnar greiðslur.