
JÓLAKVEÐJA
24.12.2020
Ég sendi lesendum ogmundur.is hjartanlegar kveðjur á jólum. Myndina sem ég vel af þessu tilefni er af geisladiski þeirra Gerðar G. Bjarklind og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur. Þennan disk spila ég gjarnan á aðventunni til hátíðabrigða enda vel staðið að lagavalinu! Ragnheiður Ásta féll frá á árinu og er að henni mikil eftirsjá. Gerður er hins vegar í fullu fjöri og þau okkar sem fylgdust með skemmtiþætti Baggalúts í Sjónvarpinu í vikunni sem leið sáu og heyrðu ...