Fara í efni
JÓLAKVEÐJA

JÓLAKVEÐJA

Ég sendi lesendum ogmundur.is hjartanlegar kveðjur á jólum. Myndina sem ég vel af þessu tilefni er af geisladiski þeirra Gerðar G. Bjarklind og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur. Þennan disk spila ég gjarnan á aðventunni til hátíðabrigða enda vel staðið að lagavalinu!   Ragnheiður Ásta féll frá á árinu og er að henni mikil eftirsjá.   Gerður er hins vegar í fullu fjöri og þau okkar sem fylgdust með skemmtiþætti Baggalúts í Sjónvarpinu í vikunni sem leið sáu og heyrðu ...

WORLD ECONOMIC FORUM OG "ENDURSTILLINGIN MIKLA"

... Kórónukreppan eykur misskiptinguna í samfélaginu. Það er óleystur félagslegur vandi að kapítalismi dagsins í dag þarf ekki allt þetta fólk til að halda uppi framleiðslukerfi sínu. Hvað á þá að gera við hina sem er ofaukið? Þeir breytast úr virkum samfélagsborgurum í ómaga. Borgaralaun þýðir að „launþeginn“ missir allt samband við atvinnulíf, vinnufélaga, stéttarfélag og sköpun í samvinnu við aðra. Sömuleiðis missir hann vopnið sem samstaðan gefur verkafólki til að bæta stöðu sína og breyta samfélaginu, og verður valdalaus. Þar að auki: Það er fræðilega hægt að sjá fyrir sér sósíaldemókratískt velferðarríki (norrænt módel fyrir aldamót) þar sem meirihluti þegnanna væri iðjulaus á „sósíalnum“, en í harðkapítalískum heimi næstu ára og áratuga er það ekki fræðilegur möguleiki ... ...
HVERJIR GAGNRÝNA SVANDÍSI OG HVERS VEGNA?

HVERJIR GAGNRÝNA SVANDÍSI OG HVERS VEGNA?

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sætir nú gagnrýni og segir á forsíðu Morgunblaðsins “að nú hitni undir ráðherra”. Forsætisráðherrann “leitar að bóluefni”, segir blaðið og vísar í símtöl sem Katrín Jakobsdóttir hafi átt við aðskiljanlega aðila, þar á meðal Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Inni í blaðinu sjáum við síðan lyfjainnflytjendur bera sig illa og ...
STÓRKOSLTEG EIVÖR

STÓRKOSLTEG EIVÖR

...  Þó vil ég segja að KK og Ellen eru í mínum huga eins og englar þegar þau birtast með sinn fallega söng og útgeislun.  Sigríður Thorlacius er líka frábær, Megas orðsins maður par excellens, aðdáandi Pálma hef ég alltaf verið og verð.  Svo er það Baggalútur. Þeir eru í mínum huga sér á parti, stórskemmtilegir og húmorinn witty eins og enskumælandi menn myndu segja, það er í honum vit. Svo er þeirra húmor líka góðviljaður. Baggalútur hittir í mark án þess að meiða nokkurn. Húrra fyrir Baggalúti!  Svo þyrfti náttúrlega sér kafla um Benedikt Erlingsson ...

ÚRSÚLA BOTNAR

Komdu blessuð, Katrín hér, kosti þarna góða sé. (Ursula): Bóluefni býð ég þér, og bæt´ykkur í ESB. Kári

ALLIR FÁ SITT

Hátíðin nú gengur í garð grímu jól og pestin Kaupmenn allir fá sinn arð en tekjufallsbætur restin. Tíminn líður traustið fer töluverð fátækt þvingar illa líður mörgum og mér menn telja í kosningar. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
Saga um Sögu

Saga um Sögu

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.12.20. Ég er ekki hlutlaus þegar Hótel Saga er annars vegar. Ég reri nefnilega á heimasmíðuðum prömmum í grunni þessarar miklu byggingar þegar hún var í smíðum, sótti síðan böllin í Súlnasalnum, hátíðahöld og ráðstefnur í ótal salarkynnum gömlu Sögu og síðan viðbyggingum þegar þær komu til. Grillið var toppurinn! Og svo voru þetta höfuðstöðvar ...  
ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR, ALÞINGI OG ERNA BJARNADÓTTIR

ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR, ALÞINGI OG ERNA BJARNADÓTTIR

... Á Alþingi hafa menn deilt um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um heimildir til innflutnings á erlendri landbúnaðarvöru. Talsmenn innflutningsverslunarinnar hafa staðhæft að þar sé stigið óheillaskref til takmörkunar; afturhaldsúrræði sem komi neytendum illa. Þetta er illskiljanlegt í ljósi þess hve breytingarnar eru smávægilegar. Frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  er þvert á móti ætlað að festa okkur í fyrirkomulagi sem er með öllu óviðunandi fyrir landbúnaðinn. Í stað smávægilegra breytinga ...

HEIMSVALDASTEFNAN OG BANDARÍSKU KOSNINGARNAR

Trumpisminn sem pólitísk stefna tengist öðru fremur neikvæðri afstöðu til „hnattvæðingarstefnu“. Afstaða bandarískra stjórnvalda til þessa fyrirbæris er afgerandi hluti af stjórnmálum risaveldisins eina – og okkur hina jarðarbúana skiptir hún líka býsna miklu máli. „America is back“ hrópaði Joe Biden eftir kosninganóttina og vísaði til þess forustuhlutverks í alþjóðamálum sem Trumpstjórnin hefði sagt sig frá en skyldi nú tekið upp aftur. Það er orðin viðtekin venja að kenna heimskapítalismann eftir 1990 við „hnattvæðingu“. Þetta er jafnframt það tímabil sem ...
TRAUST OG VIRÐING HJÁ SÁÁ !

TRAUST OG VIRÐING HJÁ SÁÁ !

Ég tek ofan fyrir SÁÁ sem sagt hafa sig frá Íslandsspilum sem reka spilavíti fyrir hönd Rauða kross Íslands, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og til þessa SÁÁ.  Formaður SÁÁ, Einar Hermannsson, kom fram í fréttatímum í dag og sagði það endanlega staðfest, sem áður hafði heyrst úr hans munni, að SÁÁ myndi hætta aðild að Íslandsspilum. Þetta þýddi tugmilljóna tekjutap en á móti kæmi traust og virðing. Hún kemur alla vega frá mér.   Rauði krossinn og Slysavarnarfélagið Landsbjörg fá fyrir bragðið aukinn hlut í spilagróðanum eftir því sem mér skilst. Ekki verður það til að auka traust og virðingu á þeim ...