
HAMINGJUÓSKIR OG ÞAKKIR TIL ÓMARS
16.09.2020
Á degi íslenskrar náttúru óskum við Ómari Ragnarssyni til hamingju með afmælið – áttræðisafmælið. Það er við hæfi! Ómari Ragnarssyni kynntist ég sam samstarfsmanni á fréttastofu Sjónvarps þegar við störfuðum þar saman í áratug. Skemmtilegri, kraftmeiri, og réttsýnni manni er leitun að. Ómar hefur, og hafði einnig á þessum tíma, ríkar skoðanir. Honum var oft mikið niðri fyrir, en alltaf var hann málefnalegur og aldrei heyrði ég hann halla orði á nokkurn mann á meiðandi hátt. Umhyggju hans fyrir íslenskri náttúru er viðbrugðið enda engin tilviljun að ...