
FORMGALLAR OG FRELSARAR
16.08.2020
... Skyldi þetta duga til að sefa gagnrýnisraddir? Þetta er aðeins önnur nálgun en sú sem reynd var á Dalvík eftir Namibíuþátt Kveiks. Þá var forstjóri Samherja látinn birtast í kaffistofu fiskverkafólks starfandi hjá fyrirtækinu á Dalvík. Frelsandi faðmurinn var útbreiddur, manni hefði ekki komið á óvart á sjá naglaför í lófum. Verið róleg sagði forstjórinn við starfsfólkið, ég stend með ykkur nú þegar að ykkur er ráðist ...