Fara í efni
SÁRT SAKNAÐ: SVEINS AÐALSTEINSSONAR MINNST

SÁRT SAKNAÐ: SVEINS AÐALSTEINSSONAR MINNST

...  Þannig var Sveinn, áhuginn, eldmóðurinn, baráttugleðin og bjartsýnin hreif menn með sér. Mig alla vega. Ég hafði unun af því að fylgja Sveini á fluginu.  Alveg sama hve þungbúið var í þjóðfélaginu, sem Sveini óneitanlega þótti oft vera, þá kom hann alltaf auga á glufur í óveðurskýjunum þar sem sjá mátti til sólar. Og þar vildi Sveinn stilla liði sínu upp til sóknar ...  
ERLENDUR, KÚRDAR OG MÍN KYNSLÓÐ

ERLENDUR, KÚRDAR OG MÍN KYNSLÓÐ

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.12.20. Ekki svo að skilja að Erlendur Haraldsson hafi verið einn á báti að kynna málstað Kúrda fyrir minni kynslóð þegar hún var að komast til vits og ára, en hann var það sem kalla má primus motor.  Ég hef oft hugsað út í það hverju það sætti að þau okkar, sem fædd erum um miðja öldina sem leið, vissum eins mikið og raun bar vitni um tilvist Kúrda suður í álfum, sum að sjálfsögðu betur að sér en önnur, en allflest höfðum við þó haft einhverja nasasjón af þessari fjallaþjóð.   Og þarna kemur að Erlendi Haraldssyni sem ...
HANN TRÚÐI Á ÞAÐ GÓÐA Í FÓLKI

HANN TRÚÐI Á ÞAÐ GÓÐA Í FÓLKI

Í dag var kvaddur Salmann Tamini, forstöðumaður Félags Múslima á Íslandi. Sveinn Rúnar Hauksson kvaddi hann með fallegum orðum sem ég vil öll gera að mínum svo og orð Þorleifs Gunnlaugssonar, annars vinar Salmanns.   Mína vináttu átti Salmann Tamini og mat ég hann mjög fyrir umburðarlyndi hans og velvilja en einnig baráttukrafts í þágu mannréttinda í Palestínu, á Íslandi og í heiminum öllum. Í hans huga áttu mannréttindi engin landamæri og trúarbrögð voru í hans huga ekki til að sundra fólki heldur semeina.   Hér eru brot úr minningaroðum þeirra Sveins Rúnars og Þorleifs ...
GREFUR MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU SÉR GRÖF?

GREFUR MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU SÉR GRÖF?

Sömu aðilar, á meðal alþingismanna og lögmanna, sem vörðu för forseta Mannréttindadómstóls Evrópu til Tyrklands fyrr á árinu að taka við heiðursnafnbótum frá helstu mannréttindaböðlum álfunnar, fagna nú þeirri niðurstöðu þessa sama dómstóls um að brotin hafi verið mannréttindi á einstaklingi sem ók próflaus undir áhrifum eiturlyfja og var dæmdur sekur á öllum dómstigum, vegna þess að einn dómarinn í Landsrétti hefði verið skipaður í embætti með ólögmætum hætti. Auðvitað var mergurinn málsins sá hjá dómstólnum í Strassborg að reyna að sýna fram á að skipað hefði verið í Landsrétt með ...

VEL MÆLT FYRIR HÖND ASÍ OG SITTHVAÐ FLEIRA

Drífu vil þakka dugnaðinn dengi því fram í hrósi Hjartahlýu frá henni finn fór á kostum í kastljósi. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.  
ALÞINGI OG RÍKISSTJÓRN AXLI ÁBYRGÐ

ALÞINGI OG RÍKISSTJÓRN AXLI ÁBYRGÐ

Ríkisstjórnin íhugar að færa ríkissáttasemjara aukið vald til að hafa afskipti af verkföllum. Ríkisstjórn sem vill takmarka verkafallsrétt á að gera það sjálf með atbeina Alþingis, ekki útvista því valdi til embættismanna. Afskipti af verkföllum eru pólitísk í eðli sínu, ekki “fagleg”.   Að baki pólitískum aðgerðum á að vera pólitísk ábyrgð. Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð gagnvart neinum. Alþingi er hins vegar ...
NÝSKÖPUN UM NÝSKÖPUN

NÝSKÖPUN UM NÝSKÖPUN

Það er góð nýbreytni - nýsköpun - sem Svandis Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur innleitt um að nýta rafræna tækni til að ná út um allt heibrigðis- og menntakerfið og þjóðfélagið allt með umræðu sem mikilvægt að glæða í þjóðfélaginu. Umræðan í dag fjallar um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustunni með áherslu á nýsköpun. Þingið er rafrænt og streymt frá þessari síðu  ...
PRÓFLAUS FRAMSÓKNARMAÐUR OG GERÐI ÞETTA ÞVÍ BARA SJÁLFUR!

PRÓFLAUS FRAMSÓKNARMAÐUR OG GERÐI ÞETTA ÞVÍ BARA SJÁLFUR!

Sem betur fer birtist okkur oft efni í blöðum sem lyftir andanum, kætir og gleður. Það átti svo sannarlega við um viðtal sem Björk Eiðsdóttir átti við Guðmund Fylkisson, lögreglumann, í  Fréttablaðinu   um helgina. Guðmundur hefur undanfarin ár haft það verkefni með höndum að finna týnd börn og unglinga og bjarga þeim í örugga höfn eftir því sem kostur er.   Með svo miklum árangri og ágætum hefur honum ...
VEL MÆLT FYRIR HÖND ASÍ

VEL MÆLT FYRIR HÖND ASÍ

Gott var að hlýða á málflutning Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Þangað var hún komin til að leggja mat á efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Hún var í senn sanngjörn og málefnaleg í málafylgju sinni. Forseti ASÍ fagnaði því í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sem gagnast myndi lágtekjufólki en benti jafnframt á að í leiðinni gerði ríkisstjórnin enn betur við hátekjufólkið með hækkun skattleysismarka á fjármagnstekjur. Drífa benti á að á sama tíma og til stendur að ...

ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig?  Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag?   Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...