
SÁRT SAKNAÐ: SVEINS AÐALSTEINSSONAR MINNST
08.12.2020
... Þannig var Sveinn, áhuginn, eldmóðurinn, baráttugleðin og bjartsýnin hreif menn með sér. Mig alla vega. Ég hafði unun af því að fylgja Sveini á fluginu. Alveg sama hve þungbúið var í þjóðfélaginu, sem Sveini óneitanlega þótti oft vera, þá kom hann alltaf auga á glufur í óveðurskýjunum þar sem sjá mátti til sólar. Og þar vildi Sveinn stilla liði sínu upp til sóknar ...