Fara í efni

Enginn vill vera vondur við lítilmagnann – Af prófkjörsraunum

Það er engin ein rétt leið til að raða frambjóðendum á lista fyrir kosningar. Ég er ekki í vafa um að heppilegast er– ef um það getur skapast friður – að raða frambjóðendum upp á lista sem síðan er borinn undir atkvæða félagsfundar eða annarrar samkomu eftir atvikum.

R-listinn virði samninga

Sæll Ögmundur. Þú ert einn af þeim fáu stjórnmálamönnum sem ég hef haft trú á. Því langar mig til þess að spyrja þig hvort þér finnist ekki óþægilegt að þinn flokkur skuli vera aðili að R.lista samstarfinu núna þegar R.borg virðist ekki ætla að standa við hluta úr kjarasaming er gerður var við St.Rv í byrjun árs 2001 og gilda átti til 30.nóv 2005.Sigurbjörn HalldórssonKomdu sæll Sigurbjörn.Það er ámælisvert undir öllum kringumstæðum og hver sem í hlut á ef ekki er staðið við gerða samninga.

Bandarísk yfirráð

Hálf milljón manns mótmælti yfirvofandi herför Bandaríkjaforseta gegn Írökum í Flórens á Ítalíu fyrir fáeinum dögum.

Fréttamynd ársins

Góð fréttamynd sýnir ekki bara þá mynd af raunveruleikanum sem hið pólitíska vald heldur að okkur til einföldunar og þæginda, fréttamyndin afruglar þá tálsýn og færir okkur raunveruleikann sjálfan.

Það verður að hækka atvinnuleysisbætur

Birtist í DV 12.11.2202Ástæða er til að vekja athygli á kjörum atvinnulausra. Færa má rök fyrir því að enginn hópur búi við eins slæm kjör og einmitt þeir.

Gagnagrunnurinn og ráðherrann

Komdu sæll Ögmundur.Ég vil þakka þér fyrir að krefjast þess á Alþingi í gær að lögin um gagnagrunn á heilbrigðissviði verði endurskoðuð.

Maðurinn með hattinn stendur upp við staur ...

Gild rök voru á sínum tíma færð fyrir því að tveggja þrepa virðisaukaskattur leiddi til undanskota og væri á margan hátt erfiður í framkvæmd.

Tekið undir með Sjómannafélagi Reykjavíkur

Birtist í Mbl. 9.11.2002Sjómannafélag Reykjavíkur hefur sýnt aðdáunarverða staðfestu í baráttu fyrir kjörum sjómanna.

Hvernig forðast má að Mafían eignist Ísland

Birtist í DV 11.11.2002Ljóst er að ekki einvörðungu íslenskir fjármálamenn eru að koma ár sinni fyrir borð í íslensku fjármálalífi.

Um listaverkaránið í bönkunum

Bara að minna þig á ef þú bendir á gleymsku annara vegna málverka Landsbankans þá benda 4 fingur á þig sjálfan.