Fara í efni

Vér morðingjar

Forseti Bandaríkjanna hefur rýmkað heimildir sínar til bandarísku leyniþjónustunnar CIA um aftökur á fólki sem hún sjálf skilgreinir sem hermdarverkamenn.

Á að útrýma fátækt með frjálsum framlögum eða samfélagslegum lausnum?

Sæll Ögmundur.Á undanförnum 10-15 árum hefur æ meir borið á umræðum um fátækt í aðdraganda jólanna þótt auðvitað sé skorturinn ekki bundinn við einn mánuð á ári.

Af hverju beitir Framsóknarflokkurinn bolabrögðum?

Framsóknarmenn beita ómerkilegum aðferðum þessa dagana enda í vondum málum. Þeir tuddast gegn lýðræðilegri umræðu um stóriðjuáformin, ráðast á vísindamenn og reyna að gera lítið úr öllum sem andæfa þeim.

Er verið að öryrkjavæða Ísland?

Ágæti Ögmundur.Dálítið sérkennileg umræða hefur farið fram um málefni öryrkja í fjölmiðlum að undanförnu.

Allt í lagi í landinu

Jólaþáttur varaborgarfulltrúa sjálfstæðismanna í Reykjavík snerist aldrei þessu vant um landsmálin. Þetta var þátturinn Laugardagskvöld með Gísla Marteini.

Nýir kjölfestufjárfestar í Atlantsskipum

Undir myndinni af Atlantsskipum er alrangur myndatexti og ávallt skal hafa það sem sannara reynist: Nýir kjölfestufjárfestar í Atlantsskipum: Ögmundur Gróðdalín til vinstri, Össur Bisness til hægri.

Stolið frá höfundi Sovétríkjanna

Blessaður og sæll Ögmundur.Fyrirhuguðum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og álver við Reyðarfjörð hefur verið líkt við atvinnuuppbyggingu í Sovétríkjunum á tímum Stalíns.

Virkjunin mikla og velferðarkerfið

Blessaður Ögmundur.Það var þakkarvert að vekja athygli á ósmekklegum málflutningi utanríkisráðherra í umræðum um Kárahnjúkavirkjun á Alþingi í gær.

Af hverju þessi þögn um kjölfestu allra landsmanna?

Sæll ÖgmundurÍ ágætri grein í Fréttablaðinu 7. desember skýrir þú hvernig ríkisstjórninni tekst að sýna fram á stórkostlegan rekstrarafgang ríkissjóðs með bókhaldsbrellum á grundvelli yfirstandandi rýmingarsölu á eignum þjóðarinnar.
Engin tilviljun

Engin tilviljun

Í fréttabréfi Atlantsskipa er birt mynd af mér ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Stefáni Kjærnested framkvæmdastjóra Atlantsskipa og í myndatexta segir að það hafi verið „skemmtileg tilviljun“ að þegar við heimsóttum skipafélagið hafi þetta skip verið nýkomið til landsins.