Fara í efni
STÓRKOSTLEG RÁÐSTEFNA UM VATN

STÓRKOSTLEG RÁÐSTEFNA UM VATN

Í dag var haldin ráðstefna um vatn sem 7 almannasamtök stóðu að: BSRB, Kennarasamband Íslands, Landvernd, Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna, Náttúruverndarsamtökin, Samtök starfsfólks fjármálafyrirtækja og Þjóðkirkjan.
BREIÐ SAMSTAÐA UM VATNIÐ

BREIÐ SAMSTAÐA UM VATNIÐ

Á þessari auglýsingu, sem hér má sjá, er vakin athygli á ráðstefnu, sem sjö félagasamtök og stofnanir efna til, um mikilvægi vatns og hvernig með það er farið.

ER EKKI MÁLFRELSI Í LANDINU?

Telur formaður Samfylkingarinnar sig þess umkominn að gera einhvers konar samkomulag fyrir  hönd þjóðarinnar um hvað megi segja og hvað ekki um kvótaþjófnaðinn, einhvern mesta glæp Íslandssögunnar! Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum þegar sagt var frá því í fréttum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði troðið upp á LÍÚ þingi og boðið upp á sættir í kvótamálinu!! Útvegsmenn ættu að hætta að tala um að þeir ættu kvótann, sagði hún, aðrir að þegja um glæp þeirra og láta af ásökunum í þeirra garð.

GOTT HJÁ JÓNI BJARNASYNI!

Það hljómar eins og grín, mjög kaldranalegt að vísu, að Símanum skuli hafa verið veitt sérstök markaðsverðlaun á sama tíma og fyrirtækið lokar þjónustustöðvum og rekur starfsfólk.

FLUGVÖLLUR Í LAUSU LOFTI...

Flugvöllurinn í Vatnsmýri á að vera þar sem hann er, allt þar til menn hafa fundið lausn sem er sambærileg eða betri en sú sem nú er að virka.

TILBOÐIÐ Í LANDMÆLINGAR ER VÍTI TIL VARNAÐAR

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, lýsti því yfir sl. vor að hún vildi fylgja þeirri stefnu að Landmælingar kæmu ekki til með að annast verkefni, sem væru hugsanlega í samkeppni við önnur fyrirtæki.

SAMFYLKINGIN OG EINKAVÆÐINGIN

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom fram í fréttum RÚV í kvöld vegna uppsagna starfskvenna í símaupplýsingum fyrirtækisins Já en það var áður hluti Landssímans.

BLAIR TEKINN Í BÓLINU

Breska stjórnin með Blair forsætisráðherra í broddi fylkingar hefur heldur betur verið tekin í bólinu. Margoft hefur hún staðhæft að einkaframkvæmd innan samfélagsþjónustunnar hafi gefið góða raun og vitnað í skýrslur máli sínu til stuðnings.

HÆKKUN FJÁRMAGNSTEKJUSKATTS OG HÚSALEIGAN

Sæll. Mér skilst að þú sért flutningsmaður að tillögu um að hækka fjármagnstekjuskatt úr 10 % í 18 %. Alltaf virðist þið halda að bara eitthvert ofsalega ríkt fólk greiði slíkan skatt, en ekki vesælustu fátæklingar þessa lands.

HREINN OG STROKINN EN EKKERT NEMA..

Davíð Oddsson var í sjónvarpinu um daginn og leit svona svakalega vel út: Í sjónvarpinu sat hann kyrr,svona hreinn og strokinnen innrætið sem áður fyrr,ekkert nema hrokinn. Kristján Hreinsson, skáld