Fara í efni

MUN MORGUNBLAÐIÐ SJÁ LJÓSIÐ?

Hinn 4. október birtist athyglisverður leiðari í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Forsetinn og fjölmiðlarnir. Ekki ætla ég að fjalla sérstaklega um útleggingar Morgunblaðsins á orðum Ólafs Ragnars Grímssonar við þingsetningu, sem þó voru tilefni leiðarans, heldur um inntakið í afstöðu Morgunblaðsins.

FRÉTTIR ÚR KAUPHÖLLINNI

Ég sæki mikið inn á heimasíðu Kauphallar Íslands mér til skemmtunar og fróðleiks. Þar má finna fregnir af flóknum málum sem ekki er alltaf auðvelt að skilja en með skýrri og skorinorðri framsetningu renna margslungnir innviðir viðskiptalífsins ofan í mann eins og sykurlegnar pönnukökur.

UM KONUR OG KARLA Í FÆÐINGARORLOFI

22. september síðastliðinn var viðtal við þig sýnt í fjölmiðlum, þess efnis að feður hefðu ekki jafnan rétt á við mæður að sækja styrki úr Fæðingarorlofssjóði.

VÍSA VARÐ TIL

Núverandi forsætisráðherra fær alveg skelfilega litla athygli. Fólk tekur ekki eftir honum þótt hann birtist á skjánum; skjálfi og nötri einsog fallandi laufblað að hausti.
EINKAREKIN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA DÝRARI OG RANGLÁTARI

EINKAREKIN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA DÝRARI OG RANGLÁTARI

Bæklingur BSRB með erindi sænska fræðimannsins Görans Dahlgrens, Opinber eða einkarekin heilbrigðisþjónusta?, hefur vakið verðskuldaða athygli.

GEFÐU ÞJÓÐÓLFI FRÍ

Ögmundur. Ótrúlegt finnst mér langlundargeð þitt að birta nánast upp á hvern einasta dag skrif nafnleysingjans Þjóðólfs eins og þau eru nú yfirleitt ósmekkleg og leiðinleg.

HELGAR TILGANGURINN MEÐALIÐ?

Birtist í Morgunblaðinu 03.10.05Í skrifum Staksteina Morgunblaðsins fyrir fáeinum dögum er því hafnað að sömu lögmál gildi um birtingu stolinna bréfa íslenskra námsmanna í Austur-Þýskalandi á sjöunda áratug síðustu aldar, í svokallaðri SÍA skýrslu, annars vegar og hins vegar um birtingu "illa fengins" tölvupósts, sem nú birtist í Fréttablaðinu og fleiri miðlum, um samskipti manna úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins.

HVERT LIGGUR ÞÍN LEIÐ DÓRI? HVAÐ SEGIR TÖLVUPÓSTURINN?

Það er skammt stórra högga á milli á vinnumarkaðnum enda mikil eftirspurn eftir vinnuafli og allir sem nenna geta fengið vinnu við sitt hæfi.

EFTIRMÆLI

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við Háskóla Íslands hefur orðið að breyta hefðbundnum lofgreinum sínum um Davíð Oddsson í eftirmæli.

HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA VERÐI SKIPULÖGÐ AF ÞEKKINGU OG REYNSLU

Birtist í Morgunblaðinu 01.10.05Á vegum ríkisstjórnarinnar fer nú fram stefnumótunarvinna um framtíð heilbrigðisþjónustunnar.