
MUN MORGUNBLAÐIÐ SJÁ LJÓSIÐ?
10.10.2005
Hinn 4. október birtist athyglisverður leiðari í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Forsetinn og fjölmiðlarnir. Ekki ætla ég að fjalla sérstaklega um útleggingar Morgunblaðsins á orðum Ólafs Ragnars Grímssonar við þingsetningu, sem þó voru tilefni leiðarans, heldur um inntakið í afstöðu Morgunblaðsins.