Fara í efni

VILTU VINNA MILLJÓN ?

27.000 milljarðar er sagður kostnaður Bushstjórnar við að hrella Íraka frá í mars 2003 skv. fréttum. Það svarar til milljón  króna á sérhvern íbúa í Írak og dauðadansinn dunar enn ! Íbúar annarra þróunarlanda heimsins óska sér örugglega ekki að milljón sé sett tilhöfuðs lífi sérhvers eða hamingju. Bandarískir vígamenn Bushstjórnar hafa gert þarfir sínar í Afganistan með þeim hætti, sem heimurinn þekkir.

ÍRAK OG PALESTÍNA

Reyndar vissu það allir sem eitthvert vit hafa að aðild okkar Íslendinga að stríðinu í Írak var byggð á röngum forsendum.
Á EKKI AÐ HLUSTA Á LÝÐHEILSUSTÖÐ? FJÖLMIÐLAR KYNNI SÉR MÁLIÐ !

Á EKKI AÐ HLUSTA Á LÝÐHEILSUSTÖÐ? FJÖLMIÐLAR KYNNI SÉR MÁLIÐ !

Fyrir rúmum þremur árum var sett hér á laggirnar stofnun sem ber heitið Lýðheilsustöð og starfar hún samkvæmt lögum sem um hana gilda.

ÞAÐ ÞARF AÐ STINGA Á ILLUM ÞJÓÐFÉLAGSKÝLUM

Sæll, Ögmundur og til lukku með fínann árangur þinn, í forvalinu. Hefði þér samt ekki frekar þótt við hæfi, að góðir sjómenn og verkamenn hefðu komizt einhverri skör ofar, á listanum en þetta menntafólk upp á bókina, sem kappnóg er af; fyrir á Alþingi ? Við þurfum fólk, með þjóðlegar artir, og góðar kenndir til landsins sjálfs nú á þessum síðustu tímum.

Af framboði og eftirspurn

Inná þing ég ekki ferþó er nú sem ég finniað mikið framboð af mér eren eftirspurnin minni.Kær kveðjaKristján Hreinsson

Fyrst skærin, þá tappatogarinn, nú tannkremstúpan

HVAÐ erum við tilbúin að láta leiða okkur langt í rugli og vitleysu? Hverjir eru það sem samþykkja fyrir okkar hönd að banna fólki að hafa með sér tannkrem um borð í flugvél eða sjampó? Spyr sá sem ekki veit.
FORVAL Í DAG !!!

FORVAL Í DAG !!!

Í dag, laugardag, fer fram forval hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði á höfuðborgarsvæðinu. Ég hvet alla félaga í VG á þessu svæði að nýta sér atkvæðisrétt sinn og taka þátt í að velja frambjóðendur fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.Kjörstaðir eru opnir frá 10 til 22.Seltirningar og Reykvíkingar, aðrir en þeir sem búa í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti kjósi í Suðurgötu 3, Reykjavík.Kópavogsbúar, Garðbæingar, Álftanesbúar og Hafnfirðingar, kjósi á Strandgötu 11 í Hafnarfirði.Reykvíkingar sem búa í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti, Mosfellsbæingar og Kjalnesingar kjósi í Mosfellsbæ.

SKULDIN VIÐ BIRGI

Birtist í Blaðinu 01.12.06.Það má segja að ég skuldi Birgi Ármannssyni, alþingismanni, skýringu og er þessi litla grein tilraun til að gera þá skuld upp.

FJÁRMUNUM VERÐI RÁÐSTAFAÐ MEÐ SKYNSAMLEGUM HÆTTI

Ég var spurður um daginn hvað ég kysi. Án þess að vita nákvæmlega hvaða kosningar eða kosti væri átt við svaraði ég hátt og skýrt “vinstri”.

RÉTT ER EKKI ALLTAF RÉTT...

Einhverstaðar hef ég ritað að það sé svo auðvelt að misskilja. En það er vegna þess að yfirleitt er einungis til ein rétt leið til að skilja en endalaus fjöldi leiða til að misskilja.Það er svo einfalt að snúa útúr orðum manna og svo auðvelt að koma í samninga setningum sem skilja má þeim í vil sem á því þarf að halda að réttu máli sé hallað.Þegar viðtöl eru tekin við stjórnmálamann og síðan gerð samsuða úr því sem stjórnmálamaðurinn vill láta eftir sér hafa, þá getur sá er viðtalið tekur ráðið því hver verður niðurstaða samtalsins.