Ögmundur. Ég sem fyrrverandi félagi þinn í Vg er stoltur af þessari ákvörðun þinni. Ég vildi bara óska þess að fleiri þingmenn Vg væru jafn heilsteyptir í sínum málflutningi og þú ert.
Ekki Sigmund Davíð og Tryggva Þór takk! Það er hart að þurfa að lúffa fyrir gömlu nýlenduveldunum, en það væri enn harðara að hleypa þeim kumpánum Sigmundi og Tryggva upp á dekk.
Blessaður.. Ég tek undir með Pétri S. að heimasíðan þín er góð. Almennt skoðar þú öll mál af kostgæfni og í bréfum lesenda birtast margar raddir, þar er ekki einradda kór.
Sæll Ögmundur. Þakka þér fyrir framgöngu þína, sem kemur mér ekki á óvart. Þú sýndir í sumar hvað þér er efst í huga, það er þjóðin og hvað henni er fyrir bestu. . Þá vil ég segja þér mitt álit á þinni heimasíðu.
Hlustaði á þig í Kastljósinu og verð að segja að VG þyrfti ekki að kvíða því að kjósendur myndu snúa baki við þeim eða falla frá stuðningi við þá, ef að það væri hægt að heyra meiri samhljóm frá VG í takt við nóturnar þínar.
Fréttablaðið 1.10.09Ögmundur Jónasson segir ríkisstjórnina hafa stillt sér upp við vegg varðandi Icesave. Hann segir brotthvarf sitt bjarga ríkisstjórninni fremur en hitt og hann stígi sorgmæddur til hliðar.
Vill óska þér til hamingju með að standa fast á þínu. Hef ekki kosið VG hingað til, ávallt kosið Samfylkinguna en er mjög ánægður með að þú skulir standa við sannfæringu þína.