Um áramótin bárust margar góðar kveðjur inn á heimili mitt. Sumir skrifa fréttabréf sem er skemmtilegur siður, aðrir senda kort með mörgum eða fáum orðum, allt eftir atvikum.
Það er rétt sem þú segir Ögmundur að alltaf er það mest sannfærandi þegar menn byrja á sjálfum sér! Það má til sanns vegar færa með ríkisstjórnina að hún geri þetta en með undarlegum og öfugsnúnum áherslum.
Þakka þér fyrir skrif þín um Andrés Björnsson og Einar Benediktsson, Tími er svipstund ein sem aldrei líður. Mér þóttu þessi skrif þín vera orð að sönnu.
Birtist í Fréttablaðinu 02.01.18.. Kjararáð ákveður að hækka laun biskups um fimmtung þannig að hann sé á pari við alþingismenn í grunnlaunum en grunnlaun þeirra voru hækkuð í rúmlega milljón krónur á mánuði fyrr á árinu.. Þetta er nú gagnrýnt hástöfum.