21.11.2018
Ögmundur Jónasson
.. Karl var gestur þriðjudags Kastljóss Ríkissjónvarpsins ásamt Ólafi Stephensen, sem fyrir hönd hagsmunaðila í innflutningi talaði nú sem fyrri daginn fyrir óheftum innflutningi á grænmeti og hráu kjöti. Á honum var svo að skilja að allur vandi væri úr sögunni ef eftirlit væri fyrir hendi. Í þættinum vitnaði hann í ónafngreinda sérfræðinga og spurði hvort Karl vildi banna ferðamönnum að koma Íslands því vitað væri að þeir gætu borið með sér hættulegar bakteríur. Allt hefur þetta heyrst áður þótt ekki sé eins mikill vindur í mönnum og stundum fyrr. Karl svaraði því til, rökfastur sem endranær, að okkur bæri að ...