KÚRDAR, LANDAKAUP OG ORKUPAKKI Á ÚTVARPI SÖGU
21.02.2019
Á þriðjudag mætti ég í þátt Guðmundar Franklíns Jónssonar á Útvarpi Sögu að ræða málefni Kúrda og opið bréf mitt til ríkisstjórnar Íslands um þau efni. Einng ræddum við landakaup auðmanna á Íslandi og það sjónarmið mitt að mikilvægt sé að halda eignarhaldi á landi innan seilingar – það er að segja innan landsteinanna. Þetta sé þeim mun meira knýjandi eftir að auðlindalöggjöfinni var breytt undir aldamótin síðustu og eignarhald á auðlindum ...