Fara í efni

Greinasafn

Október 2014

Á EKKI AÐ HLUSTA Á ÞÁ SEM BEST ÞEKKJA TIL?

Mikið er dapurlegt  að fylgjast með þjarkinu um „brennivín í búðir" frumvarpið. Það er greinilegt að allt heilbrigðisbatteríið, allur forvarnargeirinn, allir sem hafa sett sig inn í þessi mál út frá sjónarhóli heilbrigðismála og lýðheilsu, eru andvígir þessu frumvarpi.
París norðursins

LUNKINN INNSÆISHÚMOR Í PARÍS NORÐURSINS

Fór í bíó og sá París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar.. Hví þessi nafngift? Flateyri suðursins hefði sambærileg mynd eflaust getað heitið, tekin sunnan Atlantsála en ekki norðan, enda vorum við ítrekað minnt á það í París norðursins að hið mannlega  drama væri alls staðar ofið úr sömu þráðum hvort sem við værum í Thaílandi, Portúgal, vetfirskri sjávarbyggð eða stórborginni París, sem þó var aldrei nefnd sérstaklega á nafn; alls staðar værum við eins inn við beinið; hvarvetna væri stórborgina að finna, líka á Flateyri við Önundarfjörð.
DV - LÓGÓ

RÍKISSTJÓRNIN GEGN ÍBÚÐALÁNASJÓÐI

Biritst í DV 14.10.14.. Ein meginástæða fyrir andstöðu minni við Evrópusambandið er hve miðstýrt og kredduþrungið þetta ríkjasamband er.
MBL- HAUSINN

FRUMVARP UM RANNSÓKNARHEIMILDIR LÖGREGLU ER TILBÚIÐ

Birtist í Morgunblaðinu 13.10.14.. Af þekktu tilefni er þessa dagana rætt um rannsóknarheimildir lögreglu og eftirlit  með framkvæmd laga á því sviði.
Áfengi og innihald

ÁFENGISIÐNAÐURINN: FREKUR OG FYRIRFERÐAMIKILL

Ég vakti athygli á því við umræðu um „brennivín í búiðir frumvarpið",  sem nú fer fram á Alþingi að enn hefur ekki tekist að knýja áfengisiðnaðinn til að innihaldsmerkja vörur sínar eins og tíðkast um annan varning.
Bylgjan - í bítið 989

ISIS OG .IS Í BYLGJUBÍTIÐ

Við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjáflstæðisflokksins, ræddum í morgunþætti Bylgjunnar, þá staðreynd að ofbeldissamtökin ISIS sem nú ofsækja fólk í Írak og Sýrlandi, hefðu skráð upplýsinga- og áróðurssíðu sína á Íslandsnetinu .is.. Í þættinum minnti ég á að Íslandslénið sé hluti af innviðum samfélagsins og eðlilegt að þeir sem vilja nýta sér það, tengist okkar samfélagi  á ótvíræðan hátt.. Á þessu eru hins vegar hliðar sem nauðsynlegt er að ræða og varða tjáningarfrelsið.
Árni guðmundsson - vín

HLUSTUM Á ÁRNA!

Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, sendir alþingismönnum orðsendingu þar sem hann varar við því að innleiða áfengissölu í matvörubúðum.
Jón Steinar Gunnlaugs - bókarkápa

FRJÁLSLYNDI EKKI SAMA OG FRJÁLSHYGGJA

Ég ætla ekki að gerast boxari innan kaðlanna hjá Jóni Steinari Gunnlaugsssyni , nýbökuðum sjálfsævisöguritra, en augljóst er að nýútkomin bók hans gerir meira en gára vatnið, sem reyndar aldrei hefur verið neitt sérlega lygnt í kringum Jón Steinar.. Kannski er það vegna þess að fólki af minni kynslóð er eiginlegt að bera virðingu fyrir bókum og finnst að það sem sagt er á bók skuli standast, að mig langar til að leiðrétta eina litla skekkju sem snýr að mér í hinni nýútkomnu bók, Í krafti sannfæringar .. Höfundur segir nefnilega að hann hafi heyrt mig í viðtalsþætti í sjónvarpi  lýsa sjálfum mér sem blöndu af sósíalista, anarkista og frjálshyggjumanni.
ISNC

RANGT ER AÐ EKKI SÉ HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR SKRÁNINGU ISIS Á íSLANDI

Framkvæmdastjóri ISNIC sem rekið hefur Íslandslénið .is frá því það var einkavætt í aðdraganda hrunsins, segir að ekki sé hægt að koma í veg fyrir að ofbeldissamtökin ISIS skrái sig á Íslandi eins og fram hefur komið í fréttum að raun er á.
Gandri - Jóhann H. - MS

BLESSAÐIR KERFISKALLARNIR

Ýmsir hafa kvatt sér hljóðs um Mjólkursamsölumálið og er það gott og eðlilegt. Mjólk og mjólkurafurðir eru undirstöðufæða, ekki síst ungviðisins, og skipta gæði og verðlag því grundvallarmáli.  . Ég hef tekið þátt í þessari umræðu og hafa nokkrir einstaklingar staðnæmst sérstaklega við minn málflutning.