Fara í efni

Greinasafn

Maí 2010

LÁTIÐ EINKA-GEIRANN Í FRIÐI!

Sæll Ögmundur.. Ég sagði einu sinni fyrir löngu þegar þú byrjaðir þinn pólitíska feril á alþingi, "þennan mann vil ég sjá í stjórn" , "Af hverju?" spurði félagi minn.

HUGEIÐING ÖÐRUM TIL STUÐNINGS

Sæll Ögmundur. Ég sendi þér þessar hugleiðingar mínar þar sem þú hefur sýnt í starfi að þér er umhugað um hagsmuni vinnadi fólks.

STEFNUSKRÁIN?

Sögulegt hlutverk VG virðist vera að kæfa andstöðu gegn AGS, baráttu gegn erlendum ítökum á Íslandi, gegn valdatöku fjármálaaflanna, og einkavæðingu banka án umræðu.
VIÐ ERUM AÐ BREGÐAST

VIÐ ERUM AÐ BREGÐAST

Þessi fyrirsögn er staðhæfing. Ekki spurning. Skúffufyrirtæki, skrásett í Svíþjóð,  Magma Energy, er að eignast eitt mikilvægasta orkufyrirtæki landsins - Hitaveitu Suðurnesja.

EKKI FARA Í GAMLA FARIÐ!

Ólof Nordal, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagðist í morgunþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, vilja kosningar sem fyrst.

NÝJA BYLTINGU!

Krefjumst afsagnar leppstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins! Burt með AGS! Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hin Norræna velferðarstjórn, hefur endanlega afhjúpað vanhæfi sitt! Hún hefur ekki varið hagsmuni þjóðarinnar, og síst þeirra sem standa höllum fæti, gegn auðmagninu og eigendum þess, hvers fulltrúi AGS er! Nú á enn og aftur að ráðast á velferðarkerfið til að auðvaldið fái sitt! Hagsmunir þess hafa forgang, ekki alþýða Íslands! Næst mun velferðarstjórnin afhenda hina alþjóðalega auðvaldi auðlindir þjóðarinnar, og afnema hið félagslega rekna heilbrigðiskerfi og ráðast að menntakerfinu enn frekar! Rekum þessa ríkisstjórn af höndum okkar því hún er vanhæf, jafn vanhæf og stjórnin sem Búsáhaldabyltingin kom frá völdum! Hefjum Búsáhaldabyltinguna á ný! Og nú með pólitísku innihaldi! Burt með vanhæfa ríkisstjórn! Rekum AGS af höndum okkar! Vg virðist líta á þetta "vinstri" sitt, einsog skrautnælu frá Sigga í "Gull og Silfur." "Ég myndi nú ekki orða það þannig", er sjálfsagt eina svarið sem fæst frá Steingrím J.! Lifi Byltingin! Frelsi, jafnrétti, bræðralag!. Auðun Gíslason
VAKINN OG SOFINN FYRIR LANDSBYGGÐINA

VAKINN OG SOFINN FYRIR LANDSBYGGÐINA

Það gustar um Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra þessa dagana. Hann er sagður vera einn á báti - jafnvel einangraður  - í andstöðu við breytingar á Stjórnarráði Íslands og þá einkum að leggja niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti í núverandi mynd.

EKKI STÍGA HRUNADANSINN!

Merkilegt nokk þá blasir við manni sú staðreynd að allnokkrir þingmenn úr liði samstarfsflokksins eru að gæla við þá staðreynd að umboð þeirra til samkundunnar muni fást endurnýjað.

SPARNAÐ STRAX

Ríkisstjórnar generálarnir vilja sparnað í stjórnkerfinu. 350 milljónir gætu sparast við að losna við yfirmenn.

MIKIÐ UM NÝSKRÁNINGAR

Styrkur orðsins SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA útvatnast alveg svakalega við það að verða Atvinnumálaráðherra. Ég er einfaldlega á móti því að JÓNI BJARNASYNI verði skákað út fyrir slíkt.