19.10.2005			
			Ögmundur Jónasson
	
		Birtist í Morgunpósti VG 18.10.10Þegar Hrafn Gunnlaugsson fyrst fleytti hugmyndinni um flugvöll á Lönguskerjum var það gert í mjög víðu samhengi – og að mörgu leyti frjóu og skemmtilegu.Hrafn vildi flytja Árbæjarsafn í Hljómskálagarðinn, hækka byggingu hér, lækka þar, til dæmis vildi hann sníða nýbyggingu ofan af gamla Útvegsbankanum, núverandi dómshúsi við Lækjartorg, endurskoða afstöðu okkar til fífilsins og sóleyjarinnar, en eins og menn rekur ef til vill minni til fór grassláttur og reyting "illgresis" mjög fyrir brjóstið á Hrafni.