HÚRRA FYRIR VINNUMÁLASTOFNUN
03.11.2005
Í kvöldfréttum Sjónvarps í gær og síðan í Kastljósi í kjölfarið var lagt út af innanhússpósti í Vinnumálastofnun þar sem fram kom það sjónarmið starfsmanns að afgreiða ætti umsókn um starfsleyfi fyrir tiltekinn erlendan verkamann með "ljóshraða" enda mætti búast við því að fyrir vikið væri verkamaðurinn reiðubúinn að fletta ofan af óheiðarlegum vinnubrögðum óprúttinnar starfsmannaleigu.