Það hljómar eins og grín, mjög kaldranalegt að vísu, að Símanum skuli hafa verið veitt sérstök markaðsverðlaun á sama tíma og fyrirtækið lokar þjónustustöðvum og rekur starfsfólk.
Á þessari auglýsingu, sem hér má sjá, er vakin athygli á ráðstefnu, sem sjö félagasamtök og stofnanir efna til, um mikilvægi vatns og hvernig með það er farið.
Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, lýsti því yfir sl. vor að hún vildi fylgja þeirri stefnu að Landmælingar kæmu ekki til með að annast verkefni, sem væru hugsanlega í samkeppni við önnur fyrirtæki.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom fram í fréttum RÚV í kvöld vegna uppsagna starfskvenna í símaupplýsingum fyrirtækisins Já en það var áður hluti Landssímans.
Breska stjórnin með Blair forsætisráðherra í broddi fylkingar hefur heldur betur verið tekin í bólinu. Margoft hefur hún staðhæft að einkaframkvæmd innan samfélagsþjónustunnar hafi gefið góða raun og vitnað í skýrslur máli sínu til stuðnings.
Sæll. Mér skilst að þú sért flutningsmaður að tillögu um að hækka fjármagnstekjuskatt úr 10 % í 18 %. Alltaf virðist þið halda að bara eitthvert ofsalega ríkt fólk greiði slíkan skatt, en ekki vesælustu fátæklingar þessa lands.
Dagurinn í dag var stór dagur í jafnréttisbaráttu kvenna. Tugþúsundirnar, sem tóku þátt í fjöldagöngunni í Reykjavík og fjölsóttir baráttufundir um allt land undirstrikuðu samstöðu kvenna og þann ásetning þeirra að ná árangri í baráttu sinni fyrir jafnrétti.
Davíð Oddsson var í sjónvarpinu um daginn og leit svona svakalega vel út: Í sjónvarpinu sat hann kyrr,svona hreinn og strokinnen innrætið sem áður fyrr,ekkert nema hrokinn. Kristján Hreinsson, skáld