24.04.2003			
			Jón Karl Stefánsson
	
		Veruleiki okkar er að miklu leyti ákvarðaður af fólki sem á eða hefur völd yfir miklu fé.  Þrátt fyrir að lýðræðislegar stofnanir eins og Alþingi og sveitarstjórnir hafa sjálfar mikið vald eru margar mikilvægustu ákvarðanir sem snerta almenning teknar á lokuðum fundum, handan afskipta þess.  Nú er til að mynda orðið ljóst að Búnaðarbankinn og Kaupþing hafa ákveðið að sameinast svo úr verður einhver mesta samþjöppun valds og fjármuna í íslenskri sögu.  Þessa ákvörðun tóku menn sem munu græða mikið á þessum samruna og ljóst er að ef samkeppni hefur í raun ríkt á fjármálamarkaðnum getur þessi nýi risi nú drottnað í lánaviðskiptum á Íslandi.  Hópur innan Kaupþings og Búnaðarbankans hefur þegar sýnt tilburði í þá átt að vilja eigna sér sparisjóðina.  Til að nefna annað mál sem skiptir alla Íslendinga máli en aðeins fáir ráða er vert að minna á þátt Burðaráss ehf.