Kveðja frá frjálshyggjumanni
						
        			25.04.2003
			
					
			
							Sæll Ögmundur, Ég vildi einungis óska þér alls hins besta í komandi kosningum. Sjálfur er ég eindreginn frjálshyggjumaður - en ég ber virðingu fyrir þér og öðrum sem ekki eru umbúðinar einar eins og Samfylkingin. 
Ásgeir Gylfason 
Komdu sæll Ásgeir. 
Það er alltaf notalegt að fá góðar kveðjur, ekkert síður frá þeim sem eru á öndverðum meiði í póltíkinni. Sú tilfinning sem ég fæ á vinnustöðum og annars staðar þar sem við kynnum okkar málstað, er mun betri en niðurstöður skoðanakannana gefa vísbendingu um. Allt kemur þetta endanlega í ljós hinn 10. maí. En ég þakka þér kveðjuna og óska þér alls hins besta.
Kveðja, Ögmundur
