Ungir jafnaðarmenn eru hamingjusamir þessa dagana enda hafa þeir kvartað mjög undan því að Samfylkingin væri að sumu leyti dálítið gamaldags og mosavaxið fyrirbæri.
Framsóknarmenn eru einstaklega ómálefnalegir þessa dagana enda er hlutskipti þeirra ekki öfundsvert. Þeir hafa eftir bestu getu reynt að þagga niður lýðræðislega umræðu um fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir á Austfjörðum.
Ég hef miklar áhyggjur af virkjunaráformum og ekki minnkuðu þær við tilboð sem samþykkt var frá Impregilo. Eg hef ekki fengið þetta staðfest en þegar Kaupmannahafnarkommúna auglýsti eftir tilboðum í fyrirhugað neðanjarðarlestarkerfi var lægsta tilboð 2.7 milljarðar danskra króna sem kom frá frá einhverri samsuðu stórra verktaka, þar á meðal Impregilo.
Sæll Ögmundur.Á undanförnum 10-15 árum hefur æ meir borið á umræðum um fátækt í aðdraganda jólanna þótt auðvitað sé skorturinn ekki bundinn við einn mánuð á ári.
Framsóknarmenn beita ómerkilegum aðferðum þessa dagana enda í vondum málum. Þeir tuddast gegn lýðræðilegri umræðu um stóriðjuáformin, ráðast á vísindamenn og reyna að gera lítið úr öllum sem andæfa þeim.
Undir myndinni af Atlantsskipum er alrangur myndatexti og ávallt skal hafa það sem sannara reynist: Nýir kjölfestufjárfestar í Atlantsskipum: Ögmundur Gróðdalín til vinstri, Össur Bisness til hægri.