
Rótlaus - í leit að sjálfsmynd
03.01.2003
Þegar forsetinn talar þá hlustum við. Þannig er það og þannig á það að vera. Og þegar forsetinn fjallar um mál sem hann ætti, menntunar vegna og fyrri starfa, að geta boðið upp á skýr svör og hnífskarpa greiningu þá ber okkur þegnunum að leggja við hlustir því hér talar maður sem vill veita leiðsögn.