Ágæti Ögmundur.Ég hef fylgst með "landvarðamálinu" og er gáttuð á framkomunni í garð landvarðanna sem flögguðu í hálfa stöng á hálendinu í fyrra og fengu ákúrur fyrir.
Sæll Ögmundur.Ef marka má Fréttablaðið þá fóru eldhúsdagsumræður fram á þennan hátt:Stjórnin flækti málin mest,mjög varð Halldór fyrir tjóni,Steingrímur þar stóð sig besten steypan rann úr Sigurjóni.Með vinarkveðju,Kristján Hreinsson Þakka þér Kristján skemmtilega vísu eins og fyrri daginn.
Ég hlustaði á utandagskrárumræðuna um ástandið í Palestínu í gær. Og viti menn Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra notaði nákvæmlega sömu nálgun og Bush Bandaríkjaforseti.
Ég vil þakka sjónvarpsstöðinni Omega og nýjum eigendum hennar fyrir yndislega dagskrá á laugardagskvöldið. Sérstaklega var ég uppnuminn af þættinum “Ég syng honum minn söng” með Árna Johnsen myndhöggvara og tónlistarmanni.
Í framhaldi af umfjöllun Moggans 14. maí, um fátækt í Reykjavík, fórum við nokkrir félagar í vinnuflokkadeild OR að ræða um fátækt, við rifjuðum upp lýsisgjafirnar og hvernig við sem gengum um í bættum fötum urðum fyrir hæðnisglósum.