Fara í efni

Frá lesendum

A license to kill

Sæll Ögmundur.Maður trúir varla sínum eigin augum og eyrum þegar maður les frásagnir frá Írak þessa dagana. Ég var nokkuð sáttur við málflutning Hallgríms Thorsteinsson fjölmiðlamanns sem var með þér í Silfri Egils um helgina.

Vantraust á barn síns tíma?

Sæll Ögmundur. Hefur ykkur ekki dottið í hug að bera upp vantrausttillögu á dómsmálaráðherra í þinginu?G. HelgadóttirHeil og sæl.Sannast sagna hefur þetta ekki verið rætt, einfaldlega vegna þess að menn vita sem er að meirihlutinn er sauðtryggur "sínum mönnum" á ráðherrastólum.

Þankar á vori

Það er farið að vora og dag að lengja, og þótt hægt sé að vera sammála draugnum að skemmtilegt sé myrkrið, þegar setið er í heitri og uppljómaðri stofu með skemmtilega bók eða eitthvað annað dundur, þá er vorið indælt og þótt kalt sé er það  boð um sumar og vonandi hlýindi.  Í morgunsárið er hægt að horfa á sólina roða Hengilinn og á kvöldin er Snæfellsjökull farinn að dilla sér í kvöldroðanum.  Ekkert til að ergja sig yfir, allt í lukkunnar velstandi.

Ætlaði að verða læknir en varð arabi

Þakka þér fyrir allt efnið á síðunni. Sérstaklega fannst mér hressandi að lesa erindi Arundhati Roy sem þú snaraðir á íslensku.

Barn síns tíma

Víst þarf sonur Bjarna Björní baráttu að glímaog nota oft þá veika vörnað vera barn síns tíma.Kveðja, Kristján Hreinsson, skáld

FVÚ – RÚV?

Sæll Ögmundur.Þú ert mikill ríkisútvarpsmaður en nú vil ég biðja þig að velta vel fyrir þér nokkrum atriðum sem okkur óbreyttum hlustendum blöskrar.

Barn síns tíma

Kærunefnd jafnréttismála komst nýlega að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði átt að skipa konu í embætti hæstaréttardómara í stað karls, enda stóð honum til boða kvenkyns umsækjandi sem var ekki einasta jafn hæfur og sá sem skipaður var, heldur hæfari.

Þekkir spilakassa af eigin reynslu

Sæll Ögmundur.Heyrðu, mér datt í hug að senda þér smá tölvupóst vegna einarðs stuðnings þíns við umræðuna um spilafíkn sem hefur verið ansi mikil hér á landi að undanförnu.Ég er algjörlega sammála þínum málflutningi.

Þakkir til BSRB

Sæll, ÖgmundurÉg var að lesa grein þína um harmafregnina frá Verslunarráði Íslands, þar sem ráðið grætur yfir því að ekki sé hægt að einkavæða Gvendarbrunnana og aðrar vatnsveitur í landinu.

Lífeyrisumræða komin inn á vafasamar brautir?

Sæll félagi.Ég var að sjá grein þína á vefnum. Þú skrifar: "Hann tínir fyrst til þegar áfallnar skuldbindingar, horfir síðan fjóra áratugi fram í tímann og bætir við öllum skuldbindingum sem líklegt er að safnist upp á þeim tíma og lífeyrissjóðirnir komi til með að þurfa að greiða út næstu þrjá áratugina þar á eftir eða fram til um 2070.