
VEL MÆLT FYRIR HÖND ASÍ
23.11.2020
Gott var að hlýða á málflutning Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Þangað var hún komin til að leggja mat á efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Hún var í senn sanngjörn og málefnaleg í málafylgju sinni. Forseti ASÍ fagnaði því í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sem gagnast myndi lágtekjufólki en benti jafnframt á að í leiðinni gerði ríkisstjórnin enn betur við hátekjufólkið með hækkun skattleysismarka á fjármagnstekjur. Drífa benti á að á sama tíma og til stendur að ...