Ég var á dögunum að lesa Bítlaávarpið eftir Einar Má. Áður hafði hann áritað bókina með tilvitnun í frænda sinn Bjössa Spánarfara með orðunum: “Annað hvort ert þú kommúnisti eða fífl” Ég stóðst ekki mátið, fór í bókaskápinn og las enn einu sinni ávarpið.
Sæll Ögmundur.Það sem átti að verða skýrt reyndist svo loðið og teygjanlegt. Ég á við útskýringar forsætisráðherra á því sem gerðist í aðdraganda innrásarinnar í Írak.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kom fram í löngu viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi. Í dag birtist síðan útskrift viðtalsins undir fyrirsögninni Halldór gerir upp Íraksstríðið.
Halldór Ásgrímsson forsærisráðherra er nýkominn úr skíðaleyfi. Þaðan hélt hann beint á ársþing Verslunarráðsins þar sem hann ræddi við bissnissmenn um ágæti einakvæðingar, sérstaklega á símaþjónustu.
Morgunblaðið sagði frá því um daginn að launamunur hafi aldrei verið meiri. Sama dag birti Fréttablaðið frétt um að bankarnir hefðu grætt 41 milljarð á síðasta ári.
Í lesendabréfi hér á síðunni fer Ólína mikinn út af því að Skjár einn skuli senda út knattspyrnuleiki með enskum þulum og þar á eftir ræðst hún harkalega að yfirstjórn Símans fyrir að bjóða notendum Breiðbandsins upp á kóngabláar myndir á Adult Channel.Sammála er ég Ólínu um það að ekki er boðlegt að knattlýsingar fyrir Íslendinga fari fram á ensku.
Í apríl árið 2002 varð uppi fótur og fit þegar breska stórblaðið Guardian upplýsti hvaða kröfum Stjórnarnefnd Evrópusambandsins hefði ákveðið að tefla fram gagnvart viðsemjendum sambandsins í hinum svokölluðu GATS samningum.
Eftirfarandi frétt var að berast. “Laganefnd Framsóknarflokksins hefur komist að þeirri niðurstöðu að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, sem haldinn var 27.