Birtist í Morgunblaðinu 17.02.05.Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um síðustu helgi fjallar um samkeppninsmál og þörf á strangari samkeppnislöggjöf en við búum nú við.
Heil og sæll Ögmundur.Mig minnir að ég hafi séð haft eftir verkamanni úr Spunaverksmiðju hringsins í blaði að rannsóknarblaðamennska væri sprelllifandi á Íslandi.
Í fréttum er nú rækilega tíundað að mikil sátt hafi skapast innan þingflokks Framsóknarflokksins. Okkur er sagt að þingflokkurinn hafi komið saman til kvöldmáltíðar og yfir þrírétta máltíð tekið Kristinn H.
Á Morgunvakt RÚV hefur verið opnað á nýjung sem ég kann að meta. Það er umfjöllun hins ágæta fréttamanns Jóns Ásgeirs Sigurðssonar um skrif álitsgjafa í erlendum fjölmiðlum.
Tvö lesendabréf bárust síðunni eftir sjónvarpsfréttir í gærkvöldi. Í báðum tilvikum voru bréfritarar furðu lostnir yfir framgöngu ríkisstjórnarinnar og ekki síður fjölmiðla. Ríkissjónvarpið verður fyrir harðri gagnrýni.
Ég vil þakka Stefáni fyrir mjög upplýsandi bréf um hlutdeild Íslands í Íraksstríðinu hér á síðunni. Við lestur bréfsins rann upp fyrir mér að sennliega hafi ráðherrarnir tveir DO og HÁ aldrei fyllilega skilið hvað þeir voru að gera nema hvað Halldór hefur sennilega haldið að skuldbinding þeirra félaga hefði átt að leiða til þess að Ísland færi á leynilegan leppríkjalista.
Fyrir fáeinum dögum var haft eftir menntamálaráðherra í Morgunblaðinu að til stæði að breyta afnotagjöldum Ríkisútvarpsins „í þá veru” að leggja þau niður og verður ekki sagt að ráðherrann hafi verið mjög skýrmælt.
Heill og sæll Ögmundur !Alveg gengur fram af mér að sjá hvernig ríkissjónvarpið, sem greinilega væri réttara að kalla "ríkisstjórnarsjónvarpið", eltir Halldór Ásgrímsson þessa dagana fram og aftur um landið og kemur svo með hallærislegar langlokufréttir á kvöldin þar sem Halldór er yfirleitt ekki að segja nokkurn skapaðan hlut.
Sæll Ögmundur. Við erum hérna nokkrar vinkonur sem höfum verið að velta því fyrir okkur hvort alþingsmenn og ráðherrar eigi kost á að sækja námskeið eða endurmenntun þann tíma sem þeir eru kjörnir til þingstarfa.