Stjórn RÚV ohf var kjörin í gær. Handhafi hlutabréfsins í ohf, Þorgerður Katrín menntamálaráðherra, tilnefndi stjórnina sem áður hafði verið kjörin í hlutfallskosningu á Alþingi.
Framsókn átti helgina. Í rauninni var það ekkert undarlegt því flokkurinn hélt landsþing og blés í lúðra af því tilefni með mikilli opnunarhátíð í Borgarleikhúsinu.
Ég skal játa að þegar Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður og knattspyrnukona með meiru, fékk aðeins örfá atkvæði í nýlegu formannskjöri til Knattspyrnusambands Íslands fyrir skömmu þá kom það mér á óvart og olli mér vonbrigðum, ekki hennar vegna heldur vegna KSÍ, sem mér fannst vera að fara á mis við tækifæri til þess að sækja inn í nýjar lendur með þessari kraftmiklu konu.
Það er oft erfitt að átta sig á framsókn. Ég man svo vel eftir því þegar Jón Sigurðsson, þá tiltölulega nýbúinn að setja fram afturvirka stefnubreytingu í stóriðjustefnunni, sagði að ákvörðun um stuðninginn í Írak, hefði verið byggð á röngum upplýsingum, og ákvörðunin þvi röng eða mistök.
Nú langar mig að spyrja þig Ögmundur ert þú enn þeirrar skoðunar að hátækni- og þekkingariðnaður sé framtíðin í ljósi atburða á Ísafirði?Þorsteinn HaukssonÞakka þér bréfið.