
UM HUGTAKANOTKUN OG AUÐMANNAÓTTA Í ELDHÚSI ALÞINGIS
15.03.2007
Gott kvöld, góðir landsmenn.Tíminn er afstæður. Tólf ár eru ekki langur tími í sögu þjóðar. 12 ára stjórnarseta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er hins vegar langur tími - alltof langur tími! Vissulega hefur ýmsu þokað fram á við á þessum þremur kjörtímabilum – í sumum tilvikum fyrir tilstilli stjórnvalda – oftar þó þrátt fyrir þau.