UPPLÝST VERÐI UM AÐKOMU ÍSLENDINGA AÐ INNRÁSINNI Í ÍRAK !
03.12.2009
Dreift hefur verið á Alþingi þingsályktunartillögu sem ég flyt ásamt þremur öðrum þingmönnum VG þar sem farið er fram á að Alþingi samþykki að fela forsætisráðherra og utanríkisráðherra að opinbera öll skjöl og allar upplýsingar sem liggja fyrir og snerta ákvörðun um að setja Ísland á lista „hinna viljugu þjóða" sem ákafast studdu innrásina í Írak árið 2003.