Nú er liðin vika af Landsdómi og það er strax komið meira en nóg. Þeir sem í einlægni trúðu því að þarna væri haslaður völlur fyrir hið endanlega uppgjör við hrunið hljóta að telja þetta guðlast.
Fyrrum bæjarstjóra í Kópavogi tryggðar um 20 milljónir við það að vera sagt upp, börn sem voru lamin, lokuð inni, foreldralaus, látin drepa hænur 4 ára gömul, þvinguð til vinnu, og jafnvel misnotuð kynferðislega - boðnar 2.3 milljónir af ríkinu, - jafnvel þrátt fyrir það að hafa verið í þeim aðstæðum í áraraðir á vegum barnaverndaryfirvalda.
Sæll. Hvernig er það, á meðan þú hefur ahyggjur af uppgangi manna í "ógnandi fatnaði" á mótorhjólamönnum, þá ganga hérna um hundruðir manna í svörtum og ógnandi einkennisfatnaði og berja og kúga og hjalpa fjarmögnunarfyrirtækjum að stela bílum m.a.
Hrafn Magnússon skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hann mótmælir einhverju sem þú hefur sagt um að lífeyrissjóðirnir eigi að lána til verka sem gagnast samfélaginu.
Við pallborðið: Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Ragnhildur Helgasdóttir, prófessor við lagadeild HR, Hjalti Hugason, prófessor við guðfræði- og trúarbragðadeild HÍ, og Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar.